Birtingur - 01.12.1955, Blaðsíða 32

Birtingur - 01.12.1955, Blaðsíða 32
Október- nóvembersýningar SEX LISTAMENN Sýning listamannanna sex í október var fjölskrúðug og h'fræn og ratinar samfclldari en maður hefði haldið að órannsökuðu máli. Abstraktmynd- og natúral geta sannar- lega þrifizt undir sama þaki og ciga, ef til vill, einmitt að hanga í sama sal, á sama vegg, hlið við hlið. Aðeins eitt má stía þeim sundur eilíflega: magnleysi annarrar eða réttara sagt — skortur á því að hún geti talizt fullgildur einstaklingur á mælikvarða listarinnar. Kristín Jónsdóttir, Snorri Arinbjarnar og Gunnlaugur Scheving hafa lítt breytt uin svip. List þcirra cr í megin- atriðum eins og hún hefur verið í mörg ár ncma hvað pcnsildrættirnir eru fínlegri og léttari en stundum áður. Um hinn helminginn, þá Ásmund, Þorvald og Svavar, gegnir öðru máli. Þcir eru stöðugt að bylta sér og brjótast um. Ásmundur Sveinsson er orðinn eins og stórveldi. Mað- urinn, sem skilningssljóir skriffinnar ásökuðu uin hæfi- leikaskort og vankunnáttu, hefur nú unnið sér svo háan sess í hugum fólks, að enginn þorir lengur að halda uppi skipulögðum árásum á verk hans. Hann ætti því sam- kvæmt venju að leggja allt kapp á að verja lendur sínar og girða þær varnarinúrum. Slíkt er Ásmundi ekki að skapi. Tæplega liefur hann fundið lykt af nýjuin slraumi í ríki myndanna þegar byrjað er að handleika efniviðinn á annan hátt. Síðan kemur endurmats- og hreinsunarskeið, er varir mánuði, stundum ár. Og loks birtist mynd á inynd ofan með öllum tærustu sérkennum liins nýja stíls en jafn hlaðin tröllslegum, innri átökum og hinar fyrri. Svavar og Þorvaldur eru ólíkir um flest. Svavar er ósvikinn náttúrudýrkandi, eins og ég hefi áður bent á. Hann ann fslenzku landslagi og grósku þess. Myndir hans cru eins og svið, sein opnast út í veiVild ckki aðeins á ein- um stað heldur mörgum: niðri, uppi, miðja vegu á marg- þættum vef, sem strengdur er milli Idiða og horna. í samræmi við þetta eru litir hans stundum gagnsair, fylllir birtu og næstum titrandi af lífi. Mörg tilbrigði eru við sama stef, ýmsir litir i einum fleti og efniviðurinn íklæð- ist ólíkustu búningum. Smámsaman er að færast yfir heildarbyggingu hvers málverks ró og klassískari svipur. Þorvaldur byggir myndir sínar á allt annan veg: eins og hús eða pýramída, þar sem steinarnir falla liver að öðrum. Samþjappað svið er grundvallarhugsun við sköpun flestra eða allra myndanna en litirnir eru ekki gagnsæir, þótt þeir séu bjartir og tindrandi, heldur fastir og mettaðir. Fjöl- breytni í formmyndun og litavali er mikil eins og bjá Svavari. Sviðið er eitt þ. e. að innanverðu, ekkert fyrir utan neina hinn raunverulegi heimur. Því má ekki rugla saman við myndrænt rúm, sem verður til fyrst og fremst vegna persónueiginleika litanna og merkingu þeirra á Iéreftinu. Okkur, ungum myndlistarmönnum, er fengur í að fylgj- ast með sveiflum í list þessara mikilhæfu manna að Nínu Tryggvadóttur ógleymdri. GUÐMUNDUR EINARSSON Óhugnanlegt er að uppgötva smámsaman, hve sumir eldri málaranna vinna hirðuleysislega að því að setja sainan sýningu. Það er eins og þeir viti hvorki né skilji, að góð samstilling mynda getur lagt áherzlu á hið jákvæða í listaverki og dregið fram persónueinkenni úr rvkföllnu skoti. Hjá Guðmundi Einarssyni verður raunar engu um þokað. Mórauða dulan lyftist ckki frá augum hans nema í algjörri hreinsun. Og hennar er tæplega að vænta nú, úr því að ekki hefur örlað á henni fýrr. Einhver rödd segir: Oræfin eru mótíf Guðmundar. Hann lýsir tign þeirra og kulda. Svörtu fjöllin og dimmu loftin Jón Benediktsson: Naul 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.