Birtingur - 01.12.1955, Síða 44
kynningu erlendra nútímaskálda. Að þýða erlend ljóð cr
mikilvaígt hlutverk, sem helzt þyrfti að taka alvarlega
og vinna skipulega að. Handahófsþýðingar verða engum
til gagns.
Að lokum tilfæri ég citt af japönsku ljóðunum, Helga
Hálfdanarsyni til verðugs heiðurs. Það er cftir Kúbajasjí
Issa, og er svona í sínum einfalda innileik:
„Litli froskurinn minn,
ekki skaltu hræðast mig,
já, það er Issa."
24. nóv. 1955
Hannes Sigfússon.
Kvæðabók
eftir Hannes Pétursson.
Úti er komin bókin þín, þú sem ortir ljóðið um tregann.
Þau cru komin ljóðin, sem þú hieyptir inn í pressu-
vélina í Hólum, út á torg víxlaranna, er verða að heilli
þjóð hverja jólaföstu, og þú sem bjóst þau að heiman
getur í engu breytt þeim frá því sem þau nú eru, þau
standa þarna öll meðal ókunnugra. — Og þarna er ljóðið
um tregann:
HJÁ FLJÓTINU
Þau stóðu þar sem þaut með björtum lit
liið þunga fljót og horfðu í vatnsins strengi
og heyrðu að sunnan sumarvinda þyt
um síki og engi.
Og armlög þeirra minntu á fyrsta fund,
þó fölur beygur hacgt um sviðið gengi
cr laut hann höfði og sagði í sama mund:
Veiztu hvað gleðin tefur tæpa stund
en treginn lengi.
Við höfum heyrt ljóðið um tregann. Þótt þctta sé allra
fallegasti tregi, hefði okkur samt fundizt hann óþolandi,
hefði hann aðcins verið til í brjósti þessa unga skálds.
En okkur finnst hann fagur vegna þess örlitla hluta hans,
sem við getum notað sem trega okkar sjálfra. Ég vil af-
saka þessar bollaleggingar um svona fallegt lítið ljóð,
en mér varð aðeins að taka J>að sem dæmi tim að það er
til yrkisefni. Ljóð er ekki bara svona form og hinsvcginn
form, en fólk á oft erfitt með að skilja það, þótt það sitji
eftir með yrkisefnið í hjartanu.
Ég nenni ekki að vfkja að því, sem menn liafa deilt um
á prenti, undir áhrifum frá hvaða íslenzkum samtíma-
skáldum Hannes sé. Þótt hann hafi vafalaust lært af öðr-
um (cins og öll önnur skáld), tcl ég það eðlilegL og litlu
máli skipta, þar sem liann kveður að minnsta kosti á köfl-
um betur en þcir, sem hann á að hafa lært af. Leiðin-
legra er, að þýzk hallarvofurómantík, sem var í nokkurri
tízku hér á landi fyrir meira en aldarfjórðungi, og allir
héldu löngu dauða og grafna, skidi ganga aftur i bók
Hannesar, til dæmis „í gömlum liallarrústum".
Hannes Pétursson virðist ekki hugsa kvæði sem heild
fyrirfram, heldur láta ráðast hvernig yrkist, eins og form-
skipunin sé honum aðalalriði og liinn marglofaði inn-
blástur aðeins leikur þess, sem styttir sér stundir við að
leggja kapal, er hending ræður hvort gengur upp cða ekki.
Þótt af ýmsu mætti ætla höfundinn skáld af náttúru,
virðist það sem knýr hann til að yrkja sjaldan vera áleitið
ljóð sem langar út I sólskinið. Það vantar æskuna f kvæði
þessa unga manns.
Þegar maður Htur yfir kvæðin, finnst manni ósjálfrátt
sem höfundurinn líti sömu augum á lífið og maður gæti
hugsað sér að litið væri á Jiað frá sjónarhóli svokallaðrar
dauðrar náttúru, ellegar eins og hún horfir við augum
lifandi manna, til dæmis eins og maður horfi lir varpa
logndag um sláttinn á engjafólkið og fénaðinn sem jafn
sjálfsagða og blóðlausa hluti í umhverfinu og maður get-
ur hugsað sér að það væri af sjónarhóli hestasteinsins á
hlaðinu. En venjulega er þetta hlutlaust vofusjónarmið,
sem lítur á fjöllin, cngjafólkið og fénaðinn á nákvæmlega
sama hátt: umhvcrfi til að sveima uin. Ósköp fallegt og
góðlátlegt sjónarmið alla jafna, en getur |ió stundum orð-
ið næsta kaldlyndislegt. Og þegar Jictta hlutlausa sjónarmið
neyðist (vonandi af hreinni tilviljun) til að meta ábúðar-
rétt lífs og dauða á einhverjum heimskringlumýrarbletti,
hlýtur dómurinn að falla á annan hvorn veginn. Við skul-
um láta eitthvert kvæðið í bókinni segja frá niðurslöðunni,
til dæmis Hallgrímur lýkur passíusálmum:
Að passíusálmum ortum er séra Hallgrímur sem skurn,
er springur utan af fullþroskuðum blóma,
Þetta er cina hugmynd kvæðisins.
Svipuð er niðurstaða kvæðisins Veginn Snorri. Höfundur
yrkir um Jiað níðingsverk sturlungaaldar, sem öll síðari
níðingsverk íslandssögunnar hafa horfið í skuggann fyrir
í vitund þjóðarinnar. Greinilegt er að höfundurinn horfir
úr fjarlægðinni á Jiennan atburð eins og það, sem forgengi-
legt er, hafi enga tilfinningu og tæplega lífsrétt. Samúð er
ekki að finna með manninum Snorra, scm i örvæntingu
biður sér lffs og er höggvinn vopnlaus í sjálfheldu: „ . . .
Jiennan mann / sem hneig þar niðri, hefur enginn snert /
því hann var ekki J>ar" — meðan hann beið í skelfingu bana-
höggsins — .......skinnbækur dökkar skáru úr um J>að“.
Þó er eins og höfundur hafi gert sér Ijóst, að burtvist
Snorra af banastað sínum væri ekki fullsönnuð með skinn-
bókunum og viljað færa að J>ví frekari rök, en takist held-
ur óhönduglega. J>ví J>ar er vígi Snorra Sturlusonar lfkt