Birtingur - 01.04.1956, Side 5

Birtingur - 01.04.1956, Side 5
það eitt sammerkt nýstefnuskáldum, að hann gerir það frjálslegar en íhaldssamir „bók- menntamenn“ hefðu samþykkt fyrir tíu árum. Þannig eru þeir að vísu komnir á undanhald, en geta þá jafnframt stært sig af frjálslyndi um leið og þeir tefla hálfkvæðunum gegn byltingarljóðunum. Enda flýtti hæstiréttur íslenzkra lista sér að verðlauna höfundinn strax eftir fyrstu bók, endaþótt þeir brytu þar gamla venju. Nú skiptir það ekki meginmáli hvort skáld yrkir hefðbundið eða í nýjum stíl, aðalatriðið er hvort um lifandi skáldskap er að ræða eða ekki. Bók Þorgeirs Sveinbjarnarsonar er ekki léleg og hann á fyllilega skilið að fá skálda- styrk lægstu gráðu sem viðurkenningu fyrir þokkaleg vinnubrögð. En þá verður jafnframt að átelja harðlega það smekkleysi sem setur Stefán Hörð Grímsson hjá við styrkveiting- ar síðastliðin fimm ár, eða síðan síðari bók hans kom út, því hún er á allan hátt miklu verðmætari íslenzkum bókmenntum en bók Þorgeirs Sveinbjarnarsonar, frá hvaða sjón- armiði sem á hana er litið. Ljóð Stefáns Harðar, Bifreiðin sem hemlar hjá rjóðrinu, leiðir saman í einfaldri mynd það ísland sem við þekkjum nú aðeins af af- spurn og Island nútímans með sína yfirborðs- legu rótlausu æsku. 1 ljóði hans eru teikn nútímans vegin við fornum dómum: bifreið í líki svartrar pöddu, blikkdósahlátur -— og annarsvegar skógur, torfærar móagötur, kvistótt prik — hann tengir fortíð og nútíð einni sjónhendingu og lesandinn skynjar þungan straum sögunnar gegnum einfaldan klið hendinganna. Þetta er þroskað kvæði, alvöruþrungið, orkar sterkt eins og þörf á- drepa. Ljóð Þorgeirs Sveinbjarnarsonar, Blá- kvöld við Mývatn, er með öðrum hætti. Það er glettinn leikur að einfaldri náttúrustemn- ingu. Hann fer að dæmi Tómasar Guðmunds- sonar og talar kumpánlega um drottinn al- máttugan, gerir gælur við liti og landslag og nefnir það nöfnum án þess að draga upp mynd þess, stiklar af steini á stein ríms og stuðla. Hreyfingar hans eru léttar og gáska- fullar en jafnframt dálítið tilgerðarlegar eins og velæfður d’ans eftir reglum tilbúinnar kúnstar. Ljóðið skilur eftir léttúðuga tilfinn- ingu sem æfður ljóðamaður blygðast sín hálft í hvoru fyrir að tileinka sér: til þess er hún of barnaleg og innihaldslaus. Jón úr Vör, Með örvalausum boga bls. 10: Hlát- ur fjallsins: Enn hugsa ég um fjallið sem var yfir okkur, og hina mjóu steinvölurönd milli þess og hafsins, og oddvitann okkar, sem taldi aura fólksins og brosti við tárum. Þegar ég verð stór, hugsaði ég, en sagði ekki hátt, ætla ég að byggja hús uppi á hjallanum — einu grastó fjallsins yfir þorpinu •— og rita bækur mér til frægðar, láta sólina skína á barðastóran hatt úr fléttuðu strái. En ég var ennþá fátækur, atvinnulaus og umkomulítill þegar síðasta skriðan velti torfunni af nefi klettsins og kastaði í hús oddvitans á bakkanum við sjávarhamrana. Þetta var hlátur fjallsins. En einnig hann stóð oddvitinn af sér, gekk berum fótum út kalda aurleðju gólfs síns og brosti. Heiðrekur Guðmundsson, Af heiðarbrún bls. 11: Sunnudagur: Ég var í dag við eina gátu að glíma, gat ei með rökum visað henni á bug: Öðlast menn fyrst í fjarlægð rúms og tíma fullkomna sjón og skilningsglöggan hug? Menn eru naumast nokkurs virði taldir nema þeir hverfi í dauðans veröld inn. Það getur jafnvel tekið tíu aldir tornæma þjóð að meta snilling sinn. Oft finnst mér ljúft við liðna tíð að una. Leita ég uppi hlý og gömul skjól. Horfin er þokan gráa mér úr muna, margoft sem forðum skyggði á heiða sól. 3

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.