Birtingur - 01.04.1956, Síða 8

Birtingur - 01.04.1956, Síða 8
tíminn virðist einkum hafa valið sér harm- sögulegan farveg. Hæstiréttur íslenzkra bókmennta dæmir rétt vera: Jakob Thorarensen: 18000. Steinn Steinarr: 11000. Og að lokum fimmta dæmi: Davíð Stefánsson, Ný kvæðabók bls. 10: Tvö erindi úr löngu kvæði sem nefnist Jónas Hall- grímsson: Við þráum öll að nema lífsins lög, þann leyndardóm, sem jörð og himnar dylja. Ég heyrði landsins leyndu hjartaslög, sá logana, sem undirdjúpin hylja. Svo las ég blóm um holt og heiðadrög. Guð hjálpar þeim sem náttúruna skilja. Á fjöllum hef ég fjörs og krafta notið en fótlegg minn á jafnsléttunni brotið. Hví skyldi sá er skáldsins köllun hlaut, ei skyldur þess og yfirsjónir játa? Og enga svíkur silfurhnappaskraut jafn sárt og þá sem vildu mikið láta. Er myrkur huldi mar og himinskaut, var móðir ein sem heyrði barn sitt gráta, og henni sem á he'ðust sumarkvöldin gaf hjartað öll sín ljóð — í syndagjöldin. Tómas Guðmundsson, Fljótið helga bls. 10: Tvö erindi úr löngu kvæði sem nefnist Kvöldljóð um draum: Og enn í kvöld ég mæti sjálfum mér •— Ég mæti ungum sveini er bát sinn dregur í lága vík og litla fiska ber á land og feng sinn grönnum höndum vegur. Og þó að allt sé þögult kringum hann og þokan geti komið fyrr en varir, slíkt skelfir ekki skáld og draumamann sem skyggnum þrettán vetra augum starir. Því elfan — hún er æskuveröld hans. Öll ástúð sú er bindur drengsins hjarta við yndisleik og auðn síns fagra lands, á upptök sín við fljótið tunglskinsbjarta. í hyljum þess hann þekkir sérhvern stein, hann þekkir öll þess hæðadrög og slakka, og ber í minni sérhvert gras og grein sem grænum armi vefur fljótsins bakka. Hæstiréttur dæmir: Davíð Stefánsson: 33220. Tómas Guðmundsson: 18000. Sem sagt: Davíð Stefánsson er allt að þv: helmingi betra skáld en Tómas Guðmunds- son. Davíð Stefánsson er jafnoki nóbelsverð- launaskáldsins! En hvernig stendur þá á þessum smekk- lausa hortitt í ljóði hans um ljúfling íslenzkra ljóða: „Guð hjálpar þeim isem náttúruna skilja“? Hversvegna orkar þá ljóð hans á mann eins og samhengislaus romsa lágkúru- legustu spakmæla? Hversvegna örlar hvergi á listrænni mynd eða markvissri notkun orða? Hversvegna finnst manni þá Tómas yrkja svona miklu betur: ....og litla fiska ber — á land og grönnum höndum feng sinn vegur“? Vegna þess að sögnin um snillingshæfileika Davíðs Stefánssonar er þjóðsaga! Megnið af skáldskap hans rís ekki hærra en þokkalegur alþýðukveðskapur, og það er fyrir þá sök að hann er verðlaunaður margfalt á við vand- aðri höfunda. Hann hefur náð vinsældum al- mennings vegna þess að kveðskaparlag hans samrýmist yfirborðslegum smekk — og þar með skáldskaparsmekk íslenzks hæstaréttar í listum. Ég leyfi mér að aðvara háttvirt Alþingi að fela oftar þeim mönnum, sem undanfarin ár hafa farið með launamál íslenzkra lista- manna, þetta mikilvæga úrskurðarvald um íslenzk listgæði. Þeir hafa beitt því gegn hinni lifandi list í þágu listar sem ber á sér dauða- mörk andlegrar hrörnunar. Þeir eru fyrir löngu orðnir berir að því að vera hættulegur dragbítur á listræna framvindu. Burt með þá! Annars eru þeir vísir til að setja höfunda danslagatexta á hæsta styrk á næsta ári. Það væri í fullkomnu samræmi við stefnu þeirra — og þann ,smekk“ sem þeir aðhyllast. 6

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.