Birtingur - 01.04.1956, Page 11
F. M. DOSTOJEVSKI:
SÚSÍLOV
(Minnisblöð úr húsi dauðans)
Þarna var til dæmis maður sem ég lærði
ekki að þekkja til fulls fyrr en eftir mörg
mörg ár, og þó var hann þarna með mér og
snerist í kringum mig næstum allan þann tíma
sem ég var í fangabúðunum. Þetta var fang-
inn Súsílov.... Ég kallaði ekki á hann og
leitaði hans ekki. Einhvernveginn fann hann
mig sjálfur og tók að þjóna mér; ég man
ekki einu sinni hvenær eða hvernig það vildi
til. Hann byrjaði á að þvo af mér. Til slíkra
hluta hafði verið útbúin stór þvottagryfja
að baki fangaskálanna. Yfir þessari sömu
gryf ju voru trog og þar voru einnig þvegin
nærföt fanganna. Auk þess fann Súsilov sjálf-
ur upp á margvíslegum og óteljandi skyldu-
störfum til að gera mér til hæfis: hann ann-
aðist fyrir mig tepottinn, hljóp ýmsa snún-
inga, leitaði uppi hitt og þetta fyrir mig, fór
með treyjuna mína til viðgerðar, bar á stíg-
vélin mín fjórum sinnum í mánuði; allt þetta
vann hann af stökustu iðni og samvizkusemi
eins og það væri á vitorði guðs, hvaða skyld-
ur hann hafði að rækja, í stuttu máli sagt:
hann batt örlög sín fullkomlega við örlög mín
og tók á sig öll mín vandamál. Hann sagði til
dæmis aldrei: „Þér eigið nú svo margar
skyrtur, treyjan yðar er rifin“ og þar fram
eftir götunum, heldur alltaf: við eigum nú svo
margar skyrtur, treyjan okkar er rifin“. Og
svo leit hann þannig í augu mér, að helzt var
að sjá að honum fyndist þetta megin til-
gangur lífs síns. Hann kunni enga iðn af
neinu tagi. hafði engar aukasporslur eins og
fangarnir kölluðu það. Svo virtist að honum
áskotnuðust ekki aðrir aurar en þeir sem
hann fékk frá mér. Ég borgaði honum eins
mikið og ég gat, það er að segja einn og
einn eyri, og hann varð alltaf ánægður án
þess að hafa um það nokkur orð. Hann gat
ekki öðruvísi verið en þjóna einhverjum,
og virtist hafa valið mig einkum vegna þess
að ég var hæverskari og heiðarlegri í greiðsl-
um en hinir. Hann var einn af þeim sem
aldrei gátu orðið ríkir og náð sér á strik,
einn af þeim sem í okkar hópi tóku að sér
að standa á verði, þegar haldnar voru ó-
leyfilegar svallveizlur, hímdu úti á hlaði heil-
ar nætur í frosti og hlustuðu eftir hverju
hljóði sem boðað gæti að yfirmaður fanga-
varðanna væri á ferli í húsagarðinum. Fyrir
þetta tóku þeir fimm kópeka og þá fyrir næst-
um alla nóttina, en ef eitthvað kom fyrir,
töpuðu þeir öllu og voru húðstrýktir.
Ég hef skýrt frá þessum mönnum áður.
Eðliseinkenni þeirra er að lítillækka sjálfa
sig ávallt og allsstaðar frammi fyrir næstum
hverjum sem er, og í samfélaginu leika þeir
jafnvel ekki annarsflokks heldur þriðjaflokks
hlutverk. Það er eins og þetta sé þeim með-
fætt. Súsílov var mjög aumkunarverður ná-
ungi, bældur og lítilsigldur, jafnvel kúskað-
ur, ekki af því að neinn okkar berði hann,
heldur var hann kúskaður að náttúrufari. Ég
kenndi ávallt einhvernveginn í brjósti um
hann. Ég gat ekki einu sinni litið á hann án
þess að finna til þessarar tilfinningar; en
hversvegna ég kenndi í brjósti um hann •—
því hefði ég ekki sjálfur getað svarað. Ég
gat ekki rætt við hann, og hann kunni held-
ur ekki að taka þátt í samræðum. Slíkt olli
honum bersýnilega mikilla erfiðleika, og það
9