Birtingur - 01.04.1956, Síða 12
lifnaði þá fyrst yfir honum, þegar ég sleit
samræðunum með því að fá honum eitthvert
verkefni, bað hann að fara og sendast eitt-
hvað fyrir mig. Að lokum varð ég jafnvel
sannfærður um, að ég veitti honum ánægju
með þessu. Hann var hvorki hávaxinn né
lágvaxinn, hvorki góður né slæmur, hvorki
greindur né heimskm', hvorki ungur né gam-
all, hann var ofurlítið bólugrafinn með Ijós-
leítt hár. Um hann var eiginlega aldrei hægt
að segja neitt ákveðið. Eitt var þó: að því er
ég komst næst tilheyrði hann sama félags-
skap og Sírotkín, og í tölu þeirra manna lenti
hann einungis vegna þess, hve hann var bæld-
ur og kúskaður. Stundum gerðu fangarnir gys
að honum, einkum fyrir það að hann skyldi
„skipta“, þegar hann var á leiðinni með öðr-
um dæmdum til Síberíu, og að hann skyldi
láta kaupa sig til þess fyrir rauða skyrtu og
eina rúblu í reiðu fé. Og svo hlógu þeir að
því, hve þetta var auvirðilega lítið sem hann
hafði selt sig fyrir. Að ,,skipta“ var það kall-
að þegar menn skiptust á nöfnrnn og þar af
leiðandi einnig refsidómi. Hve undarlegt sem
þetta kann að þykja, þá er það nú samt sem
áður satt, og í minni tíð var siður þessi enn
í fullu gengi meðal fanga sem sendir voru
til Síberíu. Fyrst í stað átti ég mjög bágt
með að trúa þessu, þar til ég varð vitni að
því sjálfur.
Og nú skal sagt á hvern hátt þetta fór
fram. Setjum svo að hópur fanga sé á leið
til Síberíu. Þar ganga allir saman, þeir sem
eru dæmdir til nauðungarvinnu, vinnu í verk-
smiðju eða reknir í útlegð. Einhvers staðar
á leiðinni, segjum í Permsk-umdæmi, óskar
einhver fanganna að „skipta" við einhvern
annan. Við skulum segja að einhverjum Mik-
hailov sem dæmdur hefur verið fyrir morð
eða einhvern annan meiriháttar glæp sé það
mjög á móti skapi að vinna nauðungarvinnu
í f jölda mörg ár. Setjum sem svo, að hann
sé slóttugur náungi sem veit að hann er glat-
aður maður, þá fer hann að svipast um eftir
lítilmótlegum, kúskuðum og bældum manni í
hópi félaga sinna, einhverjum sem dæmdui
hefur verið til tiltölulega vægrar refsingar:
annað hvort til vinnu í verksmiðju í nokkur
ár, til útlegðar eða jafnvel nauðungarvinnu,
en þó til skemmri tíma. Loksins uppgötvar
hann Súsílov. Súsílov á til þjónustufólks að
telja og er aðeins sendur í útlegð. Hann er bú-
inn að ganga á annað þús. mílur, vitaskuld án
nokkurs kópeka, því Súsílov getur aldrei
átt peninga, — gengur þreyttur, örmagna,
hefur ekki annað fyrir sig að leggja en þann
matarskammt sem föngunum er ætlaður, án
þess að fá nokkurntíma góðan bita, klæðist
ekki öðru en venjulegum fangabúningi og
þjónar öllum fyrir vesæla koparmynt. Mikha-
ilov fer að tala við Súsílov, leitar eftir félags-
skap hans, stofnar jafnvel til vináttu við hann
og fyllir hann svo að síðustu í einhverjum án-
ingarstaðnum. Loks stingur hann upp á því
við hann, hvort hann vilji ekki ,,skipta“?
Það er nú svo með mig, segir Mikhailov,
að ég á að fara í nauðungarvinnu og ekki
nauðungarvinnu, heldur í einhverja „sérstaka
deild“. Nauðungarvinna er það að vísu, en
þó alveg sérstakt og ku vera skárra....
Hvort þeir ættu ekki að ,,skipta“? Súsílov
er orðinn drukkinn, hann er einföld sál og
fullur þakklætis fyrir þá vinsemd sem Mik-
hailov sýnir honum, og þess vegna hafnar
hann ekki þessari tillögu. Þar að auki hefur
hann þegar heyrt á félögum sínum að hægt
sé að skiptast á nöfnum, hann hefur heyrt að
hinir geri það, og þá getur ekki verið neitt
óvanalegt eða ofboðslegt við það. Þetta verð-
ur að samkomulagi hjá þeim. Hinn samvizku-
lausi Mikhailov notfærir sér ótrúlega ein-
feldni Súsílovs og kaupir af honum nafn hans
fyrir rauða skyrtu og eina rúblu í peningum
sem hann fær honum í votta viðurvist. Morg-
10