Birtingur - 01.04.1956, Síða 14
hann var að því kominn að gráta: „Þér, Alex-
ander Pétrovitsj.... þér haldið. . . . “ stam-
aði hann og forðaðist að líta á mig — „að
það sé . . vegna peninganna . . sem ég. .
ég. . . . oó!“ — Og nú grúfði hann sig aftur
að viðnum, lamdi í hann höfðinu og grét. . . .
Þetta var í fyrsta skipti í fangavist minni að
ég sá mann gráta. Mér tókst með erfiðismun-
um að hugga hann, og enda þótt hann þjón-
aði mér og ,,liti eftir mér“ af enn meiri kost-
gæfni upp frá þessu, svo framarlega sem
slíkt var hægt, þá varð ég þess samt var af
ýmsum, næstum ósýnilegum viðbrögðum.
að í hjarta sínu gat hann aldrei fyrirgefið
mér ásökun mína. En þótt hinir gerðu gys að
honum, stríddu honum við öll möguleg tæki-
færi og skömmuðu hann eins og hund, —-
lifði hann með þeim í sátt og samlyndi og tók
slíkt aldrei nærri sér. Já, það er mjög erfitt
að kynnast mönnum, jafnvel þeim sem maður
er búinn að þekkja í mörg ár!
Geir Kristjánsson íslenzkaði.
Orðsending
til velunnara Birtings
Á þessu ári þyrfti Birtingur, ef vel á að vera, að tvöfalda
tölu áskrifenda sinna. Enn sem komið er hrökkva áskriftar-
gjöldin og tekjur af auglýsingum aðeins rúmlega fyrir brýn-
asta útgáfukostnaði: pappír, prentun, myndamótum og
heftingu. Ritstjórar tímaritsins hafa enga þóknun hlotið
fyrir starf sitt, og eigi heldur þeir, sem af velvilja hafa sent
ritinu efni til birtingar eða á annan hátt unnið því til
Jmrftar. Við svo búið má ekki lengur standa. Birtingur þarf
að verða fjárhagslcga sterkt tfmarit, sem boðið geti há rit-
laun fyrir gott efni og á þann hátt tryggt sér allt hið bezta
og lífvænlegasta sem ritað er um listir, bókmenntir og
menningarmál á voru landi. íslenzkir listamenn cru, eins
og kunnugt er, engir auðmenn, og því varla hægt að ætlast
til að jreir séu óðfúsir að láta ókeypis af hendi Verðmætt
efni senr Jreir fengju ef til vill ríflcga þóknun fyrir á öðr-
um vettvangi. Hætt er við að raunin verði sú, er lil lengdar
lætur, að Jrað tímaritið sem hæst ritlaun greiðir Jtreppi feit-
ustu bitana, en hitt, scm biður ölmusunnar, lilióti hnútur
einar. — En það er raunar engin ástæða til að örvænta um
framtíð Birtings. Aðstandendur hans hefur skort fjármagn
til að auglýsa hann sem skyldi, tímaritið hefur ckki haft
neinn fastan samastað, og jafnvel ekki afnot af síma til að
taka við nýjum áskrifendum. Það má því ætla að auðvelt
verði að ná settu marki: að tvöfalda áskrifendafjöldann á
Jícssu ári — ef velunnarar tímaritsins leggjast á citt )neð
ritstjórninni. — Ritstjórnin liefur látið prenta áskriftar-
spjöld, sem munu fylgja velflestum eintökum þessa heftis
úr hlaði. Er það von hennar, að áskrifendur tímaritsins og
velunnarar afli því nýs áskrifanda á hvert spjald scm Jrcir
fá í liendur. Ef allir bregðast vel við, væri með þessum
einfalda hætti hægt að tvöfalda áskrifendafjöldann í einum
áfanga! Og auðvitað bregðast allir vel við jafn frómri ósk!
MuniÖ að spjöldin má leggja i póstkassa án frimerkis.
12