Birtingur - 01.04.1956, Page 18

Birtingur - 01.04.1956, Page 18
JEAN l’AUL SARTRE: Júpíter og Orestes (úr leikritinu Flugurnar) Júpíter: Órestes! Ég hef skapað þig og alla hluti: Sjáðu! (Veggir hofsins opnast. Himinninn birtist stráður stjörnum sem snú- ast. Júpíter er innst á sviðinu. Rödd hans hef- ur magnazt um allan helming). Líttu á þess- ar plánetur sem veltast skipulega um himin- geiminn án þess nokkurntíma að rekast á. Það er ég sem hef ákveðið rás þeirra sam- kvæmt réttlætinu. Hlustaðu á samhljóm hnattanna, þennan feiknlega lofsöng stein- anna sem endurómar um allt hinminhvolfið. Það er ég sem held við tegundunum, og ég hef séð svo um að maður skuli mann geta og að afkvæmi hunds skuli vera hundur, og ég læt mjúka tungu sjávarins sleikja sandinn og draga sig í hlé á tilsettum tíma, ég læt grösin gróa og andardráttur minn feykir gulu frædufti um alla jörðina. Þú ert ekki heima hjá þér, karl minn. 1 heiminum ert þú eins og flís í holdi, eins og veiðiþjófur í skógi aðalsmanns; því að heimurinn er góður, ég hef skapað hann að mínum vilja og ég er hið góða. En þú, þú hefur framið illvirki og hlutirnir ásaka þig steinrunnum röddum; hið góða er hvarvetna, það er mergur ylliviðar- ins, svali uppsprettunnar, harka tinnunnar, þungi steinsins; þú finnur það í eðli eldsins og ljóssins; sjálfur líkami þinn kemur upp um þig, því að hann vitnar um níín handa- verk. Hið góða er í þér, fyrir utan þig, það smýgur gegnum þig eins og ljár, það kremur þig eins og fjall, það lyftir þér og veltir þér eins og haf. Það er það sem gerir illverk þín möguleg, því að það var birtan frá kertastjök- unum, harkan í sverði þínu, aflið í armi þín- um. Og hið illa, sem þú ert svo hreykinn af og þykist hafa fundið upp, hvað er það ann- að en endurkast verunnar, falsmynd, sem að- eins er til í krafti hins góða ? Komdu til sjálfs þín, Órestes. Alheimurinn leiðir sekt þína í ljós, og þú ert aðeins smásjárvera í alheim- inum. Hverfðu aftur til náttúrunnar, villuráf- andi sonur, játaðu villu þína, hafðu andstyggð á henni, rífðu hana út úr þér eins og skemmda fúla tönn. Ella, skaltu vara þig á að hafið víki ekki undan þér, að lindirnar þorni ekki upp á leið þinni, að steinar og klettar veltist ekki úr vegi fyrir þér og að jörðin splundrist ekki undir fótum þér. Órestes: Splundrist hún þá! Klettarnir for- dæmi mig og grösin fölni á leið minni. Al- heimurinn mun ekki nægja til að gera mig sannan að sök. Þú ert herra guðanna, Júpíter, herra steinanna og stjarnanna, herra haf- sjóanna, — en þú ert ekki herra mannanna. (Veggirnir færast nær, Júpíter kemur aft- ur í ljós, þreyttur og lotinn. Hann talar aftur eðlilegri röddu). Júpíter: Er ég ekki herra þinn, óskamm- feilna lirf a! Hver hef ur skapað þig ? Órestes: Þú. En þú hefðir ekki átt að skapa mig frjálsan. Júpíter: Ég gaf þér frelsi þitt til að þú þjónaðir mér. Órestes: Getur verið, en það hefur snúizt gegn þér, og við fáum ekki að gert, hvorugur 16

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.