Birtingur - 01.04.1956, Side 23

Birtingur - 01.04.1956, Side 23
BJARNI BENEDIKTSSON: BRÉF TIL 1ÓNASAR Nú er sólin snúin heimleiðis að nýju, Jónas, og lofar hlýju sumri. Við heilsum henni fagn- andi eins og forðum, biðjum hana skína í heiði allan guðslangan daginn. Við köllum hana lífgjafa og blíðan röðul — og höfum það eftir þér. Þú vitjar okkar tíðum, Jónas; einkum á vorin. Þú leiddir okkur fegurð náttúrunnar fyrir sjónir, og í vorsólarskini eru fyrirheit hennar ríkust. Og þú hafðir orð á svo mörgu, sem við hugsum öll undir niðri er við förum á fund við landið. Jafnvel minning og kær- leikur okkar, sem dveljumst hér löngu eftir þig, fá mál í ljóði þínu: Við sátum austur í Laugardal um hvítasunnuna. Þar var ilmur úr grænkandi limi, fuglakvak, árniður. 1 fyrrahaust fundrnn við foss og gil í skarði að bæjarbaki. Þar undum við í gleði eina dag- stund að liðnu siunri, sem aldrei kom. Á ann- an í hvítasunnu lögðum við leið okkar upp með ánni. Fossinn dunaði þar enn af berginu, hvítur og glaður; og mátti engan gruna þær þrengingar sem yfir hann hafa gengið á liðn- um vetri. Síðan lögðumst við niður á gljúfur- barminn og horfðum hugfangin niður í flaum- inn. Og þá ljærð þú okkur orð og vængi: Gljúfrabúi, gamli foss, / gilið mitt í kletta- þröngum. Fleiri orðum hefði verið ofaukið: gamli foss, gilið mitt — við nöfnin sjálf og ein verður engu bætt, eins og nafn hennar sem við elskum er dýrust ástarjátning, en ekki útmálun á fegurð hennar. Vittu það, Jónas, að við unnum þér umfram aðra menn sem á Islandi hafa alizt. Þú ert einhver fyrsti nútímamaðurinn á sögueynni: byrjaðir hið nýja líf sem við höfum löngum síðan reynt að efla til frama. Og þú vaktir af dvala ástkæra ylhýra málið og allri rödd fegra; síðan þú ortir Ferðalok og sónötuna til stúlkunnar þinnar í dalnum lága, fegursta ljóð á Islandi í milljón ár, höfum við vitað að við áttum algjöra tungu. Þó unnum við þér kannski enn fremur fyrir það að persónu- leg örlög þín voru hörð og meinleg. Hið glaða dvín skjótlega, en hið sorglega hefur jafnan löng eftirköst. Hið tragíska snertir okkur allra dýpst, af því lífið er tragískt í eðli sínu — á sama hátt og húsið sem við reistum i svita og erfiði hrynur í einu vetfangi; á sama hátt og við erum tuttugu ár að vaxa úr grasi, en deyjum á einu andartaki og hverfum eins og dögg fyrir sólu. Og þó eru örlög skáldsins eigi nema að litlu fólgin í persónulegum harmi þess -— eða fögnuði. Sorg skáldsins býr ekki í tárum þess, gleði skáldsins á ekki heima í hlátri þess. Tíminn sem skáldið lifir — hann er einkum örlög þess og gleði. Sá sem skilur þig þessum skilningi, Jónas, veit að ævi þín var góð. Það skiptir ekki máli að þú misstir ungur heils- una, né að þér varð ljóst eina nótt að þú gazt ekki lifað lengur; hitt varðar mestu að nýr dagur var að rísa yfir landið þitt. Þú hófst með þeim degi — og yfir hann. Hvað veldur eyktaskiptum tímans ? Eigi megum við skilja það til hlítar. Sjálft tímahugtakið er dulrátt, 21

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.