Birtingur - 01.04.1956, Síða 30

Birtingur - 01.04.1956, Síða 30
Samband listiðn- aðarmanna Ein merkilegasta tilraun í byggingarlist frá þessum tíma og að sumu leyti í tengslum við Art Nouveau er hús listaháskólans í Glasgow eftir Rennie Mackintosh. Hann mætti eins og oft vill verða litlum skiln- ingi í föðurlandi sínu, en hafði þeim mun meiri áhrif utan þess, einkum í Þýzkalandi, þar sem sýningar voru haldnar á verkum hans. Mackintosh varð einskonar tengiliður milli sundurleitra tilrauna nítjándu aldar og markvissrar leitar tuttugustu aldar. Um líkt leyti og sýningar á verkum Mackintosh voru á ferðinni, gaf starfsmaður þýzku utanríkisþjónustunnar út bók, er nefndist Das eng- lische Haus og vakti ásamt sýningum Mackintosh geysimikla athygli. Nú tóku tilraunirnar, sem gerðar höfðu verið í Englandi, Belgíu og Frakklandi, að bera árangur í Þýzkalandi, og má með nokkrum sanni segja, að vagga nútíma byggingarlistar standi í Þýzkalandi. Næsti áfanginn var stofnun sambands listiðnaðarmanna og húsa- meistara, Deutscher Werkbund, árið 1907. 1 stað þess að skeggræða um gildi og þörf formsins sem frumeindar allra mótunarlista, létu félagar sambandsins hendur standa fram úr ermum, efndu til sýninga og brýndu Nouveau stíll: Stigahtis eftir Victor Horta 1893

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.