Birtingur - 01.04.1956, Page 32

Birtingur - 01.04.1956, Page 32
Fyrsta fúnkis- húsið svip á nútíma líf. Merkustu tilraunirnar voru þó gerðar með íbúðarhús, sennilega vegna þess að þar hafa húsameisturunum boðizt fleiri tækifæri og meira frelsi. 1 því sambandi er vert að geta þriggja manna, sem mikil áhrif höfðu á þessu forskeiði og hafa enn í dag: Austurríkismaðurinn Alfred Loos (1870—1933) reisti eiginlega fyrsta fúnkishúsið, ef við mættum nefna það svo. Loos sá hættuna sem stafaði af skrautgirni Art Nouveau manna og skrauti yfirleitt. Hann áleit húsið geta verið listaverk í sjálfu sér, það væri einkenni sannrar bygg- ingarlistar. Hann var áræðinn mjög, og hugmynd hans var kennurum listaskólanna hreinasta hrollvekja, en í dag er hann almennt talinn athygl- isverðasti frumherjinn einmitt vegna fyrrnefndrar afstöðu, jafnvel þótt okkur kunni að finnast hús hans nokkuð þunglamaleg nú á dögum. Bandaríkjamaðurinn Frank Loyd Wright er af sumum talinn einn mesti húsameistari nútímans. Hann er enn á lífi. 1 byggingum hans gætir áhrifa frá Art Nouveau, en einkum þó frá japanskri list. Það er fyrst á seinni árum að Frank Loyd hefur hlotið viðurkenningu í heimalandi sínu. Þriðji maðurinn er Frakkinn Auguste Perret, sem fyrstur húsa- meistara færði sér í nyt járnbenta steinsteypu. Hann reisti fyrsta húsið úr því efni í Rue Francklin, París 1903. Hann hefur ekki haft nein áhrif utan Frakklands. Frægasta verk hans er kirkjan í Raincy, reist 1923. Smátt og smátt tengjast tilraunir frumherjanna í eina heild. Húsa- meistarar í öllum löndum fara að gera sér grein fyrir alþjóðlegu gildi hugmynda sinna. Þó tekur þess ekki að gæta að mun fyrr en eftir heims- styrjöldina fyrri. Bar margt til. Stríðið hafði komið róti á viðteknar venj- ur, allt varð að endurmeta. En hitt réði þó mestu, að fjöldi mannvirkja hafði eyðilagzt í styrjöldinni og reisa varð önnur ný, nú við allt önnur skilyrði en áður. (Framhald) 30 Peter lichrens: Verksmiðja A.E.G. í Rerlín

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.