Birtingur - 01.04.1956, Qupperneq 37
svo var það hann Axel, og hann var trésmið-
ur inni í borginni, og hann var giftur og þau
áttu sjö börn, og hið yngsta fæddist eftir að
Axel var dáinn og það dó fyrst. Síðan dóu
tvö í viðbót, og svo dó hún Fríða, tengda-
dóttir mín, og síðan dóu önnur tvö, og þá
voru tvö eftir, og þau fengu að lifa. Og af
börnunum mínum er bara hann Georg pabbi
þinn á lífi, og hún Elsa sem er gift í Sunds-
vall, og svo er það hún Anna, og hún er í
Ameríku, það veiztu.
Svona var það með þau. Tæringin varð þeim
öllum að bana. Ég hugsa svo oft um hvernig
þeim muni líða núna, og hvort ég muni hitta
þau þegar ég verð ferjuð yfir sundið. Ég
hefði gaman af að sjá þau aftur.
Mér hefði aldrei dottið í hug, þegar ég gift-
ist honum Tómasi, að þau myndu deyja svona
frá okkur, en svona fór nú það. Og ekki skil
ég hvaðan þessi óþverri kom, því aldrei hef
ég haft tæringu, og ekki dó hann Tómas held-
ur af tæringu, því hann sleit sér út við skóg-
arhöggið, það held ég. Hann sleit sér út við
skógarhöggið fyrir tvær krónur á dag, og
það var reyndar ekki afleitt, því til voru þeir
sem fengu minna. Og þó var alltaf þröngt í
búi hjá okkur, sérstaklega meðan hann Mylkir
lifði, því hann þurfti svo ótrúlega mikið að
borða. Og þó dó hann þegar hann var lítill.
En flestir deyja nú úr tæringu, eins og þú
veizt. Svo það er varla hættulegt með löpp-
ina á mér. Þó að mig sé farið að verkja svo
skrambi mikið í hana upp á síðkastið. En ég
held maður verði þó að vona að maður eigi
eftir að gera eitthvað til gagns hér í lífinu.
35