Birtingur - 01.04.1956, Qupperneq 38

Birtingur - 01.04.1956, Qupperneq 38
HJÖRLEIFUR SIGURÐSSON: i n g a r 1956 Danska sýningin Danska sýningin fékk heldur daufar undirtektir og samt var hún ef til vill auðugust af því, sem skortir hvað mest í íslenzkri myndlist: vel máluð portrett, samstillingar, jafnvel landslagsmyndir í mjúkum, gráum eyrarsundstónum, ef nefna mætti þá því nafni til aðgreiningar. Aðeins fáir listamann- anna voru slappir en margir í góðu meðallagi. Ég nefni Immanuel Ibsen, Carl-Henning Pedersen, Knud Agger, Knud Nielsen, Astrid Noak, Sören Georg Jensen, Tove Ólafsson, Mogens Zieler .. alla vandaða og alvörugefna. í huganum slær hinsvegar ljóma á þessa sýningu vegna þeirra tveggja manna, sem mála á heimsvísu. Annar er formsnillingur, hinn ummyndar litarhráefnið þannig, að áhrif þess verða því dýpri, gróska þess því meiri, þeim mun oftar, sem maður grandskoðar listaverkin. Einhver kynni að segja, að sameinaðir í eina persónu hlytu þessir tveir að verða að hreinasta furðuverki í ver- öldinni. Það held ég varla. Ætli kúlur og keilur Wilhelms Lundströms leystust ekki upp eins og asperíntafla í vatni, ef litum hans væri ekki svo þröngur stakkur skorinn? Og hvernig myndi Jens Söndergaard bregðast við, ef hann væri allt í einu sviptur frelsi til að stunda litagaldurinn en hneppt- ur í fjötra slípaðs formheims? Veturliði Gunnarsson Ánægjulegt er að sjá, að Veturliði er vaknaður af værum blundi rómantíkurinspírasjónar og meira VeturliÖi Gunnarsson: Kvöld í Róm 36

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.