Birtingur - 01.04.1956, Page 41
hornrétt á hreyfingarstefnuna, er hann jafn-
langur. Þetta er skiljanlegt af því, að þá eru
báðir endar á sama stað á pallinum, og sam-
tími á sama stað í einu miðunarkerfi er sam-
tími á sama stað í öllum kerfum. — Ef ten-
ingur væri settur í lestina, styttist hann í
hreyfingaráttina, en hæð og breidd er óbreytt,
séð frá pallinum. Ef hann er mældur í lestinni,
eru lengd, hæð og breidd jafnar, því að mæli-
kvarðinn, sem notaður er, styttist að sama
skapi og teningurinn, þegar hann er lagður
í hreyfingaráttina. — Þessa gætir þó ekki
fyrr en hraðinn fer að nálgast hraða ljóssins,
300.000 km. á sek. Ef hraðinn er einn tíundi
af hraða Ijóssins, er styttingin aðeins hálfur
af hundraði, en lengdin fer niður í núll, þegar
kemur að hraða ljóssins.
Gangur klukkna verður einnig fyrir áhrif-
um af hreyfingu þeirra þannig, að þær ganga
hægar því hraðar, sem þær hreyfast. Til að
athuga gang klukku, sem hreyfist með lest-
inni, er hún borin saman við klukkur á pall-
inum, sem hún fer fram hjá. Ef hún sýnir
sama tíma, þegar hún fer fram hjá einhverri
klukku á pallinum og hún er svo borin sam-
an við pallklukku, sem hún fer fram hjá síðar,
kemur í ljós, að hún er á eftir. Af því dregur
maður þá ályktun, að hún gangi hægar en
klukkurnar á pallinum. Þetta gildir ekki ein-
ungis um venjulegar klukkur, heldur um alla
starfsemi eða breytingar, svo sem starfsemi
lífvera, t. d. hjartslátt, sem líta má á sem eins
konar klukku (Galileo notaði eitt sinn hjart-
slátt sinn sem klukku við fræga athugun, sem
hann gerði). Maður getur hugsað sér tvíbura,
annar er kyrr á jörðunni, en hinn fer með
geysihraða út í geiminn og kemur til baka
eftir t. d. 50 jarðnesk ár. Þá er sá, sem eftir
sat kominn á efri aldur, en ferðalangurinn
er á bezta aldri, vegna þess, að öll lífsstarf-
semi hans hefur gengið hægar.
Þessa fyrirbrigðis um gang klukkna gætir
þó ekki fyrr en hraðinn er mjög hár. Til að
tvíburinn eldist helmingi hægar, þarf hann
að fara með um 250,000 km. hraða á sekúndu.
Af þeim sökum hefur það aðeins komið fram
í sérstökum tilfellum, en þar er það líka mjög
skýrt. Sumar tegundir frumeinda, svokall-
aðar mesónur „lifa“ aðeins milljónasta part
úr sekúndu, þegar þær eru kyrrar. Nú er það
svo, að þær myndast efst í gufuhvolfinu og
fara með geysihraða til jarðar. Ef „ævi“
þeirra væri eins stutt og hún mælist, þegar
þær eru kyrrar, mundu þær „deyja" (þ. e.
breytast í aðrar frumeindir) löngu áður en
þær kæmust til jarðar. Staðreyndin er þó sú,
að þær komast til jarðar og skýringin er ein-
mitt, að ,,ævi“ þeirra lengist margfaldlega
vegna hins mikla hraða, sem þær hafa.
Þar sem hreyfing er afstæð, má líta á lest-
ina kyrra, en pallinn á hreyfingu. Sá, sem í
lestinni er, kemst þá að þeirri niðurstöðu, að
mælikvarðinn á pallinum sé styttri en sinn
og klukka á pallinum gangi hægar, þegar hún
er borin saman við klukkur í lestinni. 1 þessu
felst engin mótsögn, því að hvor athugandi
gerir samanburðinn á sinn hátt og hvor miðar
við sitt kerfi.
Á það hefur verið bent, að ekkert getur
farið með meiri hraða en ljósið. Ljóshraðinn
er því hámarkshraði, og enginn hlutur getur
náð þeim hraða, því að massinn, sem Newton
áleit fastan og óbreytanlegan eiginleika hlut-
arins eykst með hraðanum og verður óend-
anlega mikill, ef hraði hlutarins nálgast ljós-
hraðann. Það verður því æ erfiðara að auka
hraðann eftir því sem hann verður meiri.
Þetta kemur mjög skýrt 1 ljós hjá frumeind-
um.
Ein af merkustu niðurstöðum afstæðis-
kenningarinnar er samband það, sem Einstein
sýndi fram á, að er milli massa og orku. Stað-
festing þess sambands hefur komið mest á-
berandi fram við atómsprengingar og starf-
39