Birtingur - 01.04.1956, Síða 43
Gangvirkið
GANGVIRKIÐ. Æfintýri blaðamanns, eftir Ólaf
Jóli. Sigurðsson. Heimskringla, Rvik. MCMLV.
Þegar ég huglciði, hvaða tema muni vera algengast í
skáldskap Ólafs Jóh. Sigurðssonar, verður niðurstaðan
þessi: umkomulítill sveitadrengur stendur andspænis stórri
og torráðinni veröld, og hann á oftast nær i vök að verj-
ast. í þeirri veröld sögunnar getur svotil hvað sem verk-
ast vill reynzt heillandi eða forvitilegt. Annað mál cr svo
það, hvort unglingurinn öðlast nokkurntíma fyllingu
drauina sinna og vona, hvort hin torráðna gáta verður
leyst; þar hlýtur að velta á ýmsu, og einatt er tvisýnt um
það í sögulok. En hvað sem gerist og hver svo sem endirinn
verður, á hann undir öllum kringumstæðum samúð höf-
undarins óskipta, einnig lesandans; sem sagt: höfundur nær
tilgangi sinum.
Segja má, að í Gangvirkinu taki Ólafur enn einu sinni
til meðferðar þetta eftirlætis-tema, drenginn andspænis
heiminum. En hér vinnur hann úr því ýtarlegar cn nokkru
sinni fyrr, á allan hátt betur og með miklu viðari og
dýpri hakgrunni þjóðfélagslcgum. í fáum orðum sagl:
mér finnst sú saga góð. Skilningur á henni hlýtur þó að
takmarkast við ]>að, að enn er hún ekki nema hálfsögð.
Gangvirkið er aðeins fyrri hluti. Síðari hlutann, sem mun
eiga að bera hið upphrópandi nafn Glæpurinn, á maður
inni.
Af fyrrihluta þcssum má samt ýmislegt ráða um söguna
í heild. Unglingurinn Páll Jónsson flyzt úr sjávarþorpi til
Reykjavíkur þrem misserum eftir lát ömmu sinnar og
fóstru; þetta er haustið 1939. Hann elur óljósan draum um
að geta gengið menntaveginn, en brátt verður honum þó
ljóst, að stúdentshúfa er í sjálfu sér ekki ncitt keppikefli.
Um tíma unir hann sér við ljóðagerð; hefur áður fyrr, að
því et hann sjálfur segir, látið sér til hugar koma að ger-
ast piestur, fornminjafræðingur eða náttúrufræðingur, en
varpað sllku á bug. Og þar kemur, að hann finnur einn-
ig til getuleysis við að yrkja. Þannig staddur er hann, þeg-
ar hann verður fyrir því láni í óláni, að honum er boðið
blaðamannsstarf við nýstofnað tímarit (að því ógleymdu, að
hann er orðinn ástfanginn —), og þar hefst hin raunveru-
lega saga.
f Gangvirkinu hagnýtir Ólafur sér allvel þann möguleika,
sem söguefnið veitir, að lýsa ýmsum liliðum reykvísks menn-
ingarlífs eins og Jiað var á tfmabilinu fyrir hernám Breta
vorið 1940. Flest í þeirri lýsingu á að sjálfsögðu við enn í
dag, cnda ekki ýkjalangt síðan. Reynsla Páls Jónssonar í
blaðamennskunni er meginuppistaðan, þráðurinn, en i
einkalífi sínu kynnist hann einnig ýmsu nýju; hann er
nefnilega kominn út í heim og ekki neitt ömmubarn leng-
ur. Gangvirki það, sem gamla konan hafði fengið að gjöf
sjötug og eftirlátið honum að sér liðinni, hefur hann
selt. En um svipað leyti finnst honum sem einhver breyt-
ing sé orðin á sjálfum honum. Hann hefur slitið hinztu
tengsl við fortíð sína og gcfið sig að miklu leyti á vald
hinu nýja og óvissa. „Einhver dingull hætti að sveiflast,
cinhver hreyfing stöðvaðist í brjósti mér". — Þannig lætur
höf. Jretta erfðagóss gömlu konunnar verða að einskonar
tákni; afsal þess undirstrika, að klippt hafi verið á við-
kvæman þráð; Páll Jónsson „skilur hvorki sjálfan sig né
aðra" lengi á eftir. — Allt um það er Páll þó mjög óspillt-
ur og úpprunalegur svo langt sem þessi fyrrihluti sögunnar
nær. Hann kemst að vísu 1 þjónustu manna sem stunda
brask undir yfirskyni menningarviðleitni; cn í öllu við-
horfi sfnu til þeirrar tegundar menningarstarfsemi er hann
upprunalegur og gagnrýninn, á heilbrigða og sveitamann-
lega vísu; mér er nær að halda, að jafn óspilltur maður
hafi aldrei exístérað í blaðamannastétt á íslandi, þvf miður.
Ýmsir kaflar bókarinnar cru tvímælalaust með því bezta,
sem Ólafur hefur skrifað. Ég vil sem dæmi nefna samtal
Páls og stúlkunnar, sem biður hann að yrkja kvæði um afa
hennar sjötugan, lýsinguna á fjölskyldunni sem býr handan
við Jril Páls, manngerðirnar Steindór Guðbrandsson stúdent
og Einar Pétursson smáletursdálkahöfund.
Um vald Ólafs á máli og stfl er fyrir löngu vitað; honum
hættir ekki til að gera skyssur í þeim efnum. Ekki vil ég
þó láta hjá líða að geta þess, að mér hefur aldrei fundizt
frásögn hans lipurri og skemmtilcgri en einmitt 1 þessari
bók, nema ef vera kynni f hinum einföldu og upprunalegu
barnabókum hans, sem ég svalg í mig í bernsku. Má vera,
að fyrstupersónufrásögnin gefi að nokkru leyti tilefni til
þessa.
Löngum hefur Ólafi tekizt bezt með lýsingar á þeim
persónum, sem honum sjálfum eru hugþekkar; sfður með
hinar, kontrastana. Þess ágalla gætir ekki cins mikið i
Gangvirkinu og einatt áður, og Jió skýtur höf. þar stund-
um yfir markið, þegar hann dregur fram ncikvæðar hlið-
ar manna. Honum hættir til að ofhlaða. Dæmi: Menningar-
stjóri nokkur er látinn skrifa hrósgreinar um sjálfan sig
undir dulnefni; gott og vel, það getur staðizt prýðilega.
En að sá maður fyiirfinnist, er skrifi lof um sjálfan sig
undir fyrirsögn slfkri sem „Nokkur afrek menningar-
stjóra" tel ég fráleitt, jafnvel þótt undir dulnefni sé. Slíkt
orðalag myndi sóma sér á háðsgrein eða skammapistli, cn
ekki áróðri, hvorki fyrir grcinarhöfundi sjálfum né öðr-
um. —
Með Gangvirkinu hefur Ólafur Jóhann komið fram á
nýjum vettvangi og að ýmsu leyti með nýjum svip. Ég tel
41