Birtingur - 01.04.1956, Síða 45
dráp scr til afþreyingar. Vér skiljum við Schweitzer, er hann
stendur á áttræðu. Hann hefir þá fyrir nokkru hlotið friðar-
verðlaun Nóbels og heldur nú í október 1955, frá Lambar-
ene til Evrópu.
Bókin er hratt og fjörlega skrifuð. Mynd tekur við af
mynd, af leiftri leiftur. Maðurinn Schweitzer stígur fram
af síðum bókarinnar, og lestur hennar er framar öllu
kvöldstund með Schweitzer. Þeim kynnum gleymir enginn
né verður samur eftir. Ein ljósmynd margra og ágætra,
sem í bókinni eru, verður minnisstæð. Htin er af Schweitz-
cr á svölum ráðhúss Óslóar. Hún líkist í senn Þorgeirsbola
Jóns Stefánssonar og cngilmynd cftir Michelangelo. Mildin,
elskan, miskunnsemin er sem ívaf ægilcgs ógnarkraftar.
í kaflanum „Einvera frumskógarins" er gerð grein fvrir
heimspekilegri liugsun Schweitzers. Einnig er frá Jífsskoð-
un lians greint í kaflanum „Frá bæjardyrum" og á víð og
dreif f bókinni. Hagsýni útgefanda mun liafa ráðið því, að
þessu efni eru ekki gerð fyllri skil og bókinni fyrst og fremst
ætlað að vera kynnisbók um manninn sjálfan. Niðurstaða
Schweitzers er sú, að kjarni allrar siðfræði sé Jotning fyrir
llfinu. Ehrfurclit vor dem Leben, lotning fyrir öllu því sem
andann dregur. Það er því jafnsaknæmt að drepa bakterí-
tir sem menn. En lífið er sjálfu sér sundurþykkt úr því
notkun sótthreinsandi Iyfja getur talizt til sektar.
Fróðlegt liefði verið að heyra gagnrýni próf. Sigur-
björns. Sekt er síður siðfræðilegt en trúfræðilegt ltugtak.
Hér skortir því næsta skrefið, sem er endurlausnin undan
sektinni. Er lííið þannig hugsað, að í því búi endurlausn?
Er lífið Guð?
Hugsun Schweitzers minnir mig rnjög á Kant, og fróð-
legt ltefði verið að fá þessum spurningum svarað í bókinni.
Bókin er að ytra liúnaði með glæstum brag og ber vitni
liinni öru þróun í íslenzkri bókagerðartækni. Prentvillur
að heita má engar og leturgerð einkar geðþekk auganu.
Þórir Þórðarson.
/■----------------------------------------------\
BIRTINGUR
Ritstjórn: Einar Bragi (áb.), Geir Kristjánsson,
Tjarnargötu 10A, Hörður Ágústsson, Laugavegi 135,
Jón Óskar, Blönduhlíð 4, Thor Vilhjálmsson, Karfa-
vogi 40 - sími 3700.
Afgreiðslumaður: Hanncs Sigfússon, Vesturgötu 65.
Kemur út fjórum sinnum á ári. Árgangur til áskrif-
enda kr. 80.00. Lausasöluverð kr. 25.0Q lieftið.
Efni í ritið sendist einhverjum úr ritnefndinni.
Hörður Ágústsson gerði kápuna. — Hjörleifur Sig-
urðsson valdi lit. — Birgir Eydal prentaði ritið.
Myndamót: Litróf h.f.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
v_______________________________________________'
Til lesenda Birtings
Með þessu hefti er áskrift-
argjald fyrir 1956 fallið i
gjalddaga. Þess er vœnst að
áskrifendur Birtings létti
innheimtustarfið með þvi
að greiða gjaldið af sjálfs-
dáðum i Bókabúð Braga
Brynjólfssonar Hafnarstrœti,
ellegar afgreiðslumanninum,
Hanncsi Sigfússyni, Vestur-
gtitu 65.
43