Birtingur - 01.12.1957, Blaðsíða 8

Birtingur - 01.12.1957, Blaðsíða 8
til Kaupmannahjafnar og sé mikið dálæti með hann þar í borg sem ungt og upprenn- andi skáld frá hinni fjarlægu Sögueyju. Lengi hafði mig langað til að kynnast evrópskum lifnaðarháttum, áður en ég legði leið mína til Ameríku, sem þá var helzt áform mitt. Var þá léttast fyrir mig sem aðra landa að byrja í „borginni við sundið.“ Þegar vinna var þrotin þetta haust, fór cg um miðjan október til Hafnar og var í för með mér Jón Pálsson frá Hlíð, ungur og gáf- aður draumamaður, Gísli Jónsson, víðförull, glaður farmaður og fleiri félagar. Pórum við með gufuskipinu Botníu og vorum 8 daga á leiðinni óg þótti fljót ferð á þeim tímum. Eftir nokkra daga í Höfn hitti ég Halldór frá Laxnesi með Jóni Pálssyni. Man ég, að ég sá hann þar fyrst með brúnan hatt, óbrot- inn. Hann gekk með sítt pagehár og breiðan hvítan kraga yfir jakkakraganum, 1 brúnum frakka með staf í hendi, sem þá var siður ungra manna. Við vorum einn daginn mynd- aðir af einum götuljósmyndara, og kallaði ég myndina ,,de tre lykkejægere.“ Við hinir landarnir fórum einatt á kvöldin að líta á lífið eða leita æfintýra á götum og í gildaskálum, en Halldór tók aldrei þátt í þeim félagsskap okkar hinna frumstæðu heimaln- inga. Á daginn sýndi hann mér söfn og skemmtigarða, og drukkum við þá stundum súkkulaði saman í stúdentakaffinu Himna- ríki, þar sem hann hafði kennt einum þjón- inum að taka í nefið, því um þessar mundir bar Halldór á sér silfurbauk með festi við tappann að feðrasið og gekk með langar vel hirtar neglur, sem náðu langt af fingrum fram. Einn daginn erum við staddir í Glypto- tekinu og erum að horfa á landslagsmyndir frá Suður-Frakklandi og Sviss. Segi ég þá við Halldór: „Það vildi ég, að ég væri horf- inn til þessara suðrænu landa.“ •— „Og það fer maður allt saman seinna," svaraði hann. Eitt af þessum blíðu, fölnandi haustkvöld- um fórum við út í Falkoner Allé á Friðriks- bergi að hitta Ásgeir Bjarnþórsson, er þá var hér að byrja sína listabraut. Bjó hann í litlu herbergi, fullu af lýriskum landslagsmyndum og stúdíuteikningum eftir sig — ungur, dökkur og fjörugur, fullur af stórhuga fram- tíðardraumum. Minnti hann meira á Itala í útliti og látbragði en íslending úr sveitasælu Egilsbyggða. Og nú sem dagar liðu við sumbl og seið- konur síðkvelda, þá tók pyngja mín að léttast, þótt ég færi að heiman með næstum 1000 kr., sem ég hafði unnið mér inn um sumarið. Einn daginn er við Jón Pálsson heimsækj- um Halldór og segjum honum okkar farir ekki sléttar, tekur hann að impra á því, að bezt muni við reynum fyrst um sinn að fá okkur eitthvað að gera. Halldór bjó þá í stórri vel búinni stofu í tengslum við stóra íbúð úti í Store Kongensgade hjá fabrikant einum eða framkvæmdastjóra, og var sá ekkjumaður, en dóttir hans stýrði, að mig minnir, húsinu og leit broshýrum augum til Halldórs, þegar hún gekk í gegnum stofuna, þar sem hann sat með breiða hvíta kragann og rauða pluss- sandala á fótum, önnum kafinn að skrifa smásögur, stúdera rússnesku eða spila á píanóið, sem þá tilheyrði að evrópskum menn- ingarsið hverri efnaðri fjölskyldu. Og þegar við Jón nú komum þarna, þá ber heimasætan, brosandi og mild, sem vel upp aldar borgaradætur voru á þeim tímum, kaffi og sætar kökur. Tekur nú Halldór að ræða við Jón um ind- 4 Birtingur

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.