Birtingur - 01.12.1957, Blaðsíða 42

Birtingur - 01.12.1957, Blaðsíða 42
er þeirra langbezt, og er ekki að undra þó eftirtekt lesemda beinist að höfundi þeirrar sögu. Fyrri hluti hennar er frábær: hæg, þung stígandi, þróttmikil í einfaldleikanum. Það er eins og bogi sé spenntur sterkri, ör- uggri ihendi: spenntur hægt, meira og meira, þar til hann brotnar með hávaða. Eftir eru afllausar leifar: brotin spýta og slakur spotti. Af þessari sögu er hægt að læra, hún er til uppörvunar. En séu hinar tvær bornar sam- an við hana, verður vegur þeirra harla lítill. Nikolja virðist vera skemmtilegur karl. En sagan, sem hér er sögð af honum, er ekki skemmtileg. Frásagnarhátturinn er hálf- gerður plokkfiskur. Ég tek dæmi: „Skips- menn hlaupa fyrir borð, ofan í bátana, hver maður á sinn stað, og niður á dekkið hlúnk- aðist nú Grímsi eins og loftsteinn af himnum ofan, gustmikill og knálegur, klæddur skinn- skreyttri úlpu og með kúrekastígvél skraut- leg á fótunmn, konu sinni til heiðurs. Nú á að gera stóra fígúru, því það er trú sjómanna að fyrsta kastið á veiðunum spegli í smækk- aðri mynd veiðiárangur sumarsins í heild. Og þetta var skemmtilegur dagur. Kona Grímsa stóð á brúarvængnum með kíki í hendi. Hún þekkir aðeins af spurn hvernig síld sé veidd, en hún hefur heyrt að maður sinn sé mikill bassi, og nú er tilhlökkunin slík, að það er eins og hún viti ekki í hvora löppina hún eigi að stíga. Andlit hennar speglast sam- suðu monts og forvitni. Hún er ekki fríð, nokkuð raisssíð, en laglega limuð, fín og smurð.“ (bls. 40—41). Þá gætir og furðulegr- ar ónákvæmni í þessari sögu. Hún á að gerast árið 1929 (sjá bls. 27). Hestvagnar fara um bryggjuna með kost og veiðarfæri til skip- anna. En norður við heimskautsbaug steyp- ast logheitir geislar sólarinnar yfir þúsund skipa síldveiðiflotann, þar sem hraðskreiðir leitarbátar rússneskra móðurskipa þjóta fram og aftur með 30 mílna hraða og blóðrauða fána Sovéts blaktandi við hún. Nótabátar flutningakláfsins Thule gang einnig fyrir vél- um, svo skrúfurnar róta upp sjónum og löðr- ið frussast . . . Það er vandasamt að skrifa um tíma, sem menn þekkja ekki af eigin raun. Eitthvað áþekkt mætti segja um þriðju söguna í þessum flokki, Svarta sauðinn: sami losarabragurinn á frásögninni, ónákvæmni og ósamkvæmni, og það sem verst er — höf- undurinn virðist undir lokin fá leiða á öllu saman og fleygja því frá sér, eins og óviti sem er orðinn þreyttur á gullunum sínum. Síðasta flokkinn nefndi ég ævintýri. 1 hon- um er ein saga, „Hlið himinsins.“ Það er að mörgu leyti skemmtilegt ævintýri. Höfund- urinn snýr sér að viðfangsefni líðandi stund- ar, púðurtunninni, jörðunni með mönnunum á. Til þess að hafa sem stærst sjónarhorn bregður hann anda sínum í persónu Drottins Allsherjar. 1 nafni Drottins segir hann rið manninn, bróður sinn: „Snilligáfa knúin blind- um f rumkrafti dýrsins er mein þitt og hnoss; — Sjálfur munt þú skapa þér örlög. — Nú stendur þú á tímamótum, drambsami, hug- rakki maður; nú reynir á hvort þú ert vand- anum vaxinn, hvort sál þín, sonur, fetar veg hels og myrkurs eða ljóss og lífs og vistar í ríki mínu í fyllingu tímans.“ — Hvatningin ber vitni um heilbrigt lífsviðhorf höfundar. Þessi orð verða að nægja um sögurnar. En um bókina að öðru leyti er það að segja, að frágangur hennar er óvenju skemmtilegur. Myndskreytingin er táknræn og lýsandi. En formálanum hefði gjarnan mátt sleppa. Jón Bjarman. 36 Birtingnr

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.