Birtingur - 01.12.1957, Blaðsíða 12

Birtingur - 01.12.1957, Blaðsíða 12
veru svona á íslandi, og sagði ég henni, að faðir minn sálugi hefði t. d. sem hrepps- nefndarmaður lent í að ráðstafa fjölskyldu, þar sem baðstofan hafði fallið yfir fólk- ið. — ,,Er faðir þinn dáinn?“ spurði ég. — ,,Já,“ svaraði hann; ,,og heima situr ekkj- an í sorgum, meðan sonurinn leitar sér frægð- ar í framandi borgum.“ Síðan bætti hann við: „Því ég þarf að tala við kónginn í Kína og kannski við páfann í Róm, en hvort sem það verður til fagnaðar farið, þá fer ég á íslenzkum skóm.“ Um þetta leyti lánaði hann mér Det nitt- ende árhundredes litteraturhistorie og hvíta, þykka ullarsokka, heimaprjónaða í Laxnesi, bænum sem hann átti eftir að lyfta upp 5 frægðarljóma með töfrabrögðum listamanns- ins. Þegar ég hef dvalið hjá honum í viku, hvar margt var rabbað saman um ferðalög, mynd- list og sögu, var ég svo heppinn að fá vinnu á þeim mesta menningar- og myndarstað, sem ég hef starfað á á Norðurlöndum. Daginn eft- ir kl. 7 um morguninn þann 9. janúar 1920 kveð ég svo skáldið, sem er að byrja heims- frægðina, og geng í hvítu sokkunum hans, með bókmenntasöguna að láni sem fararnesti, út í myrkan, hrímkaldan morguninn. Ég stíg upp í sporvagn, sem innan skamms staðnæm- ist fyrir framan hið gamla leikara- og lista- mannakaffi, Café Bröndum, er liggur mitt á milli Konunglega leikhússins og Kunstaka- demísins í Charlottenborg. Yfir dyrum og gluggum eru lágmyndir af örnum með breiðu vængjataki, berstrípuðum Amorum og Amor- injum lönguliðinna svermerískra daga. Þess konar skraut er sjaldgæft á húsum hér í borg 8 Birtingur og yfirleitt á Norðurlöndum. En yfir þessu húsi var einhver miðalda- og listarómantík, sem mér geðjaðist strax vel að. Og þá féll mér ekki síður við gestgjafann, Bröndum, eiganda hússins. Hann hafði á yngri árum byrjað á myndhöggvaranámi og dvalið í Par- ís, en tekið við veitingahúsinu sem gestgjafi í fjórða lið, að föður sínum látnum. Hann kallaði mig strax Sigfrid eftir Svanariddar- anum í óperunni Lohengrin eftir Wagner. Þar sem ég nú kom inn á ganginn og var af inspektör kynntur fyrir starfsfólkinu, klæddur sem ég var í grágrænan frakka, gul- an hatt, blá föt og brúna skó, þá komu stúlk- urnar íturvaxnar og brosandi á móti mér og hvísluðu sín á milli: „Þarna fáum við flottan kavalér, sem ekki verður frekur.“ Þarna sá ég Elenóru í fyrsta sinn. Hún hafði þá verið kaffijómfrú á Bröndum um þriggja ára bil. Hún var dökk og hnellin í bláu pilsi, hvítri blússu og svörtu plussvesti eða upphlut. Með formfagurt, lítið höfuð, hindaraugu og grískt nef kom hún á móti mér, léttstíg og broshýr, eins og ein af hind- unum utan frá bernskuskógum hennar við Furresöen. Hún heilsaði mér brosandi og bar mér kaffi. „Vil De ekki have en kage,“ sagði hún og benti mér á stóra, sporöskjulagaða rjómaköku yfirdregna með súkkulaði. „Jú, takk, fröken,“ sagði ég. Og hún gaf manni sínum, og hann át. — Það voru okkar fyrstu kynni. En aldrei hef ég gengið meiri örlaga- spor en í sokkunum hans Halldórs frá Lax- nesi þennan morgun fyrir 35 árum.° Greinin er skrifuð 1954.

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.