Birtingur - 01.12.1957, Blaðsíða 23

Birtingur - 01.12.1957, Blaðsíða 23
nokkra fyrirlitningu á vísindum eða vanmeti gildi vísindalegra rannsókna. Hlutverk hans er einfaldlega að tjá með list sinni og þeirri tækni sem henni hæfir sambandið milli mannsins og alheimsins. Þér sjáið að þetta er tvennt ólíkt. Hver er afstaða yðar til hinnar plastísku sýntesu sem svo er nefnd? Ég hef engan áhuga á henni. Hraðinn í nútímaþjóðfélagi hefur deyft anda hins gamla góða handverks, og þess vegna meðal annars er enginn jarðvegur lengur fyrir slíkar hugmyndir. Á hinn bóginn verður lista- maður að vera algjörlega frjáls, en í listiðnaði eru hendur hans alltaf að einhverju leyti bundnar við notagildi hlutarins. Nei, ég hef engan áhuga á samkrulli listar og listiðnaðar, hvaða nafni sem það nefnist. Hvað álítið þér um framtíðina? Maður á nóg með siálfan sig, þó að maður sé ekki að gera sér grillur um hið ókunna. Maður hefur happasælust áhrif á framtíðina með því að vinna verk sitt eins vel og manni er unnt. Auguste Herbin er fæddur í Quiévy í Norðurfrakklandi árið 1882, sótti kvöldnámskeið í teikningu í heimabæ sínum fram til 17 ára aldurs, stund- aði nám við listaskólann í Lille 1900—1901, hélt síðan áfram að mála til- sagnarlaust, en undir áhrifum frá impressjónistum. Hann kom til Parísar 1903 og hélt þar áfram á listabrautinni á eigin spýtur, kynntist hinum fræga málverkasafnara Wilhelm Udhe er keypti myndir af honum, komst síðar í kynni við annan þekktan listkaupmann Leon Rosenberg sem keypti aðallega myndir eftir kúbista. Herbin gerist kúbisti 1909, byrjar að mála abstrakt kringum 1913, málar af nýju hlutlægar myndir 1922—1925, en snýr sér 1926 fyrir fullt og allt að abstraktlist. Hann hefur verið búsettur í París alla tíð síðan 1903.

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.