Birtingur - 01.12.1957, Blaðsíða 37

Birtingur - 01.12.1957, Blaðsíða 37
um árangri leyst verkefni eins og það sem hér um ræðir? Meðal erlendra þjóða eru samkeppnir við- tekin regla, sem sjaldan er brugðið frá, svo mikilvægar eru þær taldar hverju þjóðfélagi. Um þær liggja þeir straumar sem ríkjandi eru í byggingarlist, hugmyndir fæðast og taka form, þeim er komið á framfæri. Vandfundin er betri leið til þess að kynnast viðhorfum og hæfni manna, einkum þó ungra manna og óþekktra — og reyndar allra sem liggur eitt- hvað á hjarta. Óskiljanleg er því sú ákvörðun ráðhúss- nefndar að hætta við samkeppni af þeim ástæðum einum, að ágreiningur ríkti um eitt atriði. Samkeppni um teikningar að ráðhúsi Reykjavíkur er og verður sjálfsagðasta leiðin og engin önnur er vænlegri til árangurs. Sam- keppni mundi leysa úr læðingi allt hið bezta sem íslenzkir arkitektar hafa til málanna að leggja. Að afþakka slíka aðstoð er hreint fallítt ráðhússnefndar. Að fela sex arkitektum með ólík viðhorf að leysa verkefnið getur aldrei blessazt. Aðferðin er röng, — nema einn væri ráðandi og hinir honum til aðstoðar. Eflaust gæti hver einstakur hinna umræddu sexmenn- inga leyst verkefnið betur af hendi en þeir allir saman. Málið þarf að athuga af nýju: gefa sex- menningunum kaffi á Borginni og biðja þá afsökunar á ónæðinu. Koma síðan á lagg- irnar skandínavískri samkeppni um ráðhús Reykjavíkur. Skarphéðinn Jóhannsson. ingu ráðhússins í félagi við þá arki- tekta aðra sem kvaddir voru til verks- ins. Vildir þú gera grein fyrir hvers vegna þú taldir þér ekki fært að taka þátt í slíku samstarfi? Ég svaraði með þessu bréfi: Hr. borgarstjóri. Ráðhússnefnd bæjarstjórnarinnar hefir samþykkt að bjóða til samkeppni meðal Is- lendinga um teikningar að ráðhúsi (bréf 22. ág. 1956). Arkitektar hafa fagnað þessu boði, sam- komulag hefur orðið í öllum meginatriðum um samkeppnisskilmála, og val dómnefndar farið fram af hálfu A.I. Því tel ég ekki rétt, og raunar óheimilt að svo komnu máli, að verða við boði ráðhúss- nefndar um að taka að mér, með sjö öðrum arkitektum, að gera uppdrætti að ráðhúsi Reykjavíkur. Þakka traustið, sem mér er sýnt með þessu boði. Virðingarfyllst Gunnl. Halldórsson. Ég sé ekki ástæðu til að orðlengja þetta frekar, en Hörður Bjarnason, húsameistari ríkisins hafnaði einnig boðinu — spyrjið hann. Gunnlaugur Halldórsson. Svör höfðu ekki borizt frá arkitektunum Sigvalda Thordarson og Guðmundi Kr. Guð- mundssyni, þegar ritið fór í prentun. Það hefur vakið mikla athygli, að þú afþakkaðir boð um að vinna að teikn- Birtingur 31

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.