Birtingur - 01.12.1957, Blaðsíða 21

Birtingur - 01.12.1957, Blaðsíða 21
ans. Mér fannst, segir hann, eins og ég svifi í lausu lofti: eins og hina nýju list vantaði hliðstæðan grundvöll og fyrirmyndin, mótívið hafði verið hlutlægu listinni. Lausnin kom óvænt, eins og leiftur, eftir áralanga þján- ingarfulla leit. Ég var á hljómleikum. Verið var að leika verk eftir Johan Sebastian Bach: tilbrigði við stafina í nafni meistarans. Því ekki að beita sömu aðferð í málaralistinni ? Smátt og smátt varð mér ljóst, að eitthvert samband var á milli hljóða og lita: ákveðnir sérhljóðar samsvöruðu ákveðn- um litum og ákveðnir litir ákveðnum formum. Til dæmis finnst mér þrí- hirningur hæfa bezt gulum lit, hringur rauðum, hálfhringurbláum og græn- um, ferningur fjólubláum. Þannig bjó ég mér hægt og hægt til ákveðið kerfi sem ég hef lýst í bók minni „Art Non-figurative, Non-objektive“. Ég tek nafn eins og ,,föstudagur“ og hef þá fengið fyrirmynd eða mótív sem veitir möguleika á margskonar listrænum lausnum: stafirnir svara til ákveðinna lita sem ég nota sem uppistöðu í mynd. Þér töluðuð áðan um mikilvægi litarins. Hvað getið þér sagt okkur meira um það efni? Við vanmetum um of hlut litarins í lífi efnisins og margvíslegum mynd- unum þess. Við vitum að liturinn er ekki ytra skraut í náttúrunni, öðru nær: hann er einn frumþáttanna í lífi alheimsins. Samkvæmt kenningu Newtons er liturinn greining ljóss. En tökum þrístrending og horfum á þetta hvita blað. Hvað sjáum við? Ekkert nema hvítt. Ef við leggjum svartan pappír á blaðið, hvað sjáum við þá? Liti regnbogans. Liturinn er því til orðinn við snertingu svarts og hvíts. Listamenn hafa glatað hinni miklu dul: baráttunni milli tveggja eilífra afla, ljóss og myrkurs. Það er þess vegna sem þeir geta ekki skilið kosmíska merkingu litarins. Haldið ekki að þetta sé ný kenning: Goethe og Aristoteles héldu því fram að liturinn væri samspil ljóss og myrkurs. Hvað segið þér um mun lista og vísinda? Framvinda vísinda kemur að engu gagni fyrir listsköpun sem byggist fyrst og fremst á innbyrðis afstöðu forma, afstöðu lita og forma og afstöðu lita hvers til annars. Tökum sem dæmi athugun eðlisfræðinga á ljósinu: hvernig það greinist í litróf þegar því er hleypt í gegnum þrí- strending. Þetta er vísindaleg athugun. En tilraunir gerðar í tilrauna- stofum eru algjörlega utan við lífið sjálft. Málarinn lifir aftur á móti með litunum og gerir þá að raunveruleika í efninu. Hann verður einnig að halda sig við staðreyndir, en vel að merkja myndlegar eða plastískar staðreyndir. Vísindalegar staðreyndir koma honum að engu haldi. Menn skyldu þó forðast að leiða af þessu þá ályktun, að listamaðurinn hafi

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.