Birtingur - 01.12.1957, Blaðsíða 29

Birtingur - 01.12.1957, Blaðsíða 29
andi á það að hafa frjálsan inngöngurétt í þetta félag. Erlendis mun þessi félagsskapur hafa látið nokkuð að sér kveða og ýmsir mæt- ir menn munu styðja hann, sumir fyrrver- andi kommúnistar eins og Richard Wright og André Malraux og margir frjálslyndir menn sem eiga lítið skylt við þá gömlu að- dáendur nazional sósíalisma sem hér virðast hafa undirtökin í þessum félagsskap. Helzta afrek félagsins hér mun hafa verið að kveðja einhvern danskan plattenslager til þess að vígja félagið, ungan mann að nafni Lem- bourn. Ég heyrði hann flytja erindi í kennslu- stofu Háskólans og fjallaði það að nokkru leyti um lönd sem ég þekki ofurlítið til svo sem Frakkland og England og þótti mér mað- urinn bæði fávís og leiðinlegur og með af- brigðum andlaus. Ýmsir leiðtogar hægra meg- in úr stjórnmálalífinu sátu þarna andheitir í fjálgri eftirvæntingu líkt og ofstækisfull ungmenni í sértrúuðu kristniboðsfélagi að hlusta á alþjóðlegan æskufræðara sem ætlar með heift og illsku að úthrópa önnur kristni- boðsfélög. Dana þessum varð tíðrætt um ein- hver leiðindi sem hann kallaði pissí-misme og var ekki gott að átta sig á því hvort þetta táknaði örlæti eða teppu en slæmt var það og varð af ræðu hans mikill áhyggjusvipur á söfnuðinum sem á hlýddi. I þessu erindi var hann löngum við sama heygarðshornið og beitti framsetningu sem honum hefur líklega sýnzt eiga við áheyrendur sína því þegar hann átaldi harðlega hneigð kommúnistiskra áróðursmanna til þess að gera samanburð á ástandi í Atlantshafslöndum og því sem ætti að verða í sósíalistisku löndunum þá sagði _hann að slíkur anakróniskur samanburður væri óréttmætur ,,og betyder ikke en skid“. Ef slíkur talsmáti hefur hentað manngarmi þessum 1 Danmörku hlýtur aðdáendahópur hans þar að standa nær Nýhöfninni heldur en háskólanum. Þessi gistivinur hins íslenzka háskóla hefur skrifað bók um ferðalag sitt í Afríku þar sem pollarnir voru eins og ,,kærnemælksuppe“ segir hann og í samtali við nafngreindan negramann segist hann haf a tekið það fram að frelsið sé ekki eingöngu öldruð belja (friheden er ikke bare en gamm- el ko). I Danmörku hefur bókin verið mikið gagnrýnd og ýmsum sýnist auðséð að þessi ambassador frjálsrar menningar hafi ekki komið á þær slóðir sem hann lýsir í bókinni og tæplega haft færi á að hressa sig á hinni afríkönsku ,,kærnemælksuppe“. Almenna bókafélagið I hinni nýstárlegu menningarkeðju sem einangrunarsinnar innan Sjálfstæðisflokksins hafa smíðað er mestur þrifnaður að ýmsum verkum Almenna Bókafélagsins. Að vísu virðist ráðamönnum þessa félags vera lítið um íslenzkar bókmenntir gefið, nema þá eftir úrelta dílettanta á efri árum sem enginn nennir lengur að hafa áhyggjur af, kannski hafa sendimenn félagsins ekki fengið áheyrn hjá sæmilegum rithöfundum íslenzkum. Á því sviði fer þetta félag gjörsamlega halloka fyrir Máli og menningu sem því mun þó ætlað að hnekkja, Kristinn Andrésson sem stjórnar Máli og menningu hefur gert meira en flestir aðrir menn til þess að leita uppi og örva unga hæfileikamenn til bókmenntasköpunar. En Birtingur 23

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.