Birtingur - 01.12.1957, Blaðsíða 19

Birtingur - 01.12.1957, Blaðsíða 19
á miðvikudag, Marie? Nei, þá þarf að gera hitt . . . þannig áfram alla vikuna framá laugardag klukkan þrjú, þá er hann laus. Þakk fyrir. Verið þér sælir. Þegar fundum okkar bar saman á tilsettum tíma, spurði ég: Haldið þér eins og Léon Degand að óhlutlæga listin sé nýr skilningur á list eða aðeins þróunarstig? Hvorttveggja. Er nokkur boðskapur í myndum yðar annar en myndlegur, til dæmis trúarlegur, dulspekilegur ? Nei, hreint ekki. Trúarlegur? — ég er trúaður í þeim skilningi, að ég sækist eftir öllu sem er hreint. Ég hef engan áhuga á sýmbólisma eða dulspeki eins og sumir halda: ég vil að allt sé klárt og kvitt. Hefur hinn ytri heimur, heimur náttúrunnar eins og hann kemur okkur fyrir sjónir daglega áhrif á myndir yðar? Ég hef áhuga á öllu, virði allt fyrir mér, áhrifin streyma gegnum mig, meltast og koma vafalaust fram í verkum mínum. Ég er ekkert að hugsa um þetta: mér finnst það svo sjálfsagt og eðlilegt. Listamaður leitast framar öllu við að tjá hug sinn; því auðugri sem sál hans er, þeim mun næmari er hún á sál hlutanna, sál alheimsins. Sköpun er tjáning lögmála sem eru upphaf allra hluta, lögmála sem einnig búa í okkur. Þér kannizt við ráð sem málurum er oft gefið: hverfið aftur til náttúr- unnar! Þannig orðað er það endileysa. Lystamaður stendur ekki utanvið náttúruna, yfirgefur hana aldrei eins og maður sem fer út úr herbergi og kemur inn í það síðar. Við erum náttúran, við erum hluti hennar eða þeirrar heildar sem kallast alheimur. Hvað þá um fyrirmyndirnar, hluttina? Ég er sannfærður um að hlutirnir hindra flesta áhorfendur í að komast í snertingu við sjálfa listina. Óhlutlæga listin er á andstæðu skauti við hina hlutlægu: þá list sem verið hefur ríkjandi frá renesanstímanum fram á okkar daga. Á því tímabili var listin háð ytri heimi, efnisbundnum hlut- um. Óhlutlæg list lýtur framar öllu kalli innri afla og hlýtur því að stuðla fremur en hin að persónulegri túlkun jafnframt því sem hún losar okkur smátt og smátt við hlutina og gerir hið ósýnilega sýnilegt. Ég spyr Herbin um helztu þróunarstig hans sem listamanns, hvers vegna hann hafi farið að mála abstrakt: hvort eldri menn eins og Kand- insky og Mondrian hafi kannski ýtt undir þá þróun. Hann víkur að því þegar hann kom til Parísar og kynntist kúbistunum, segist aldrei hafa getað fallizt á skoðanir þeirra á litnum, en þeir fórnuðu

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.