Birtingur - 01.12.1957, Blaðsíða 13

Birtingur - 01.12.1957, Blaðsíða 13
Steinn Steinarr: I ÖXNADAL Skáld er ég ei, og innblástrunum fækkar, andagift minni er löngum þungt um vik. Mun ég þó yrkja, meðan krónan lækkar og mæddur bóndinn nær sér ögn á strik. Öxnadalssólin sér til gamans hækkar, suðar í hlíð og slakka spræna kvik. Blágresið hlær og hrútaberið stækkar. Hérna gekk Jónas um með mal og prik. Skáldið mitt góða, vinur fjalls og flóa, frá fegurð þinna drauma heim ég sný. Hve fljótt vér allir fundum harma nóga, þótt flest vor kvæði stæðu hljóðstaf í. Ef til vill gengur þú enn um þessa móa og ástarstjörnu hylja næturský. Sárt er það víst, og sárið lengi að gróa, sízt ætti ég að bera á móti þvi.

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.