Birtingur - 01.12.1957, Blaðsíða 28

Birtingur - 01.12.1957, Blaðsíða 28
til að selja vöru. Það er vel skiljanlegt að þessum manni væri treyst öðrum fremur til að vera forgöngumaður í frelsis- og réttar- verndarfélagi þó ekki væri nema vegna frjáls- lyndis, víðsýni og geðprýði sem Ijómar af orð- um skáldsins á mannfundum og í blaðaskrif- um, látum fortíðina öðrum eftir. Og þannig reyndist Gunnar Gunnarsson þessa trausts verður að eina kvöldstund lét hann hringja til nokkurra einstaklinga sem hann hafði per- sónulega velþóknun á og boðaði þá til stofn- fundar PEN-klúbbsins en forðaðist að hafa ýmsa af hinum merkustu rithöfundum og skáldum okkar með í þessari félagsstofnun á þeim forsendum að stjórnmálaskoðanir þeirra væru herra Gunnari Gunnarssyni ekki þóknanlegar. Og sumum þessum mönnum voru gerðar upp stjórnmálaskoðanir eftir því sem þótti henta í hinu bókmenntalega frí- múrarafélagi. Daginn eftir munu 12 menn hafa komið saman á fund án þess vitnast hafi að yfir þá kæmi heilagur andi eins og postulana forð- um enda öðruvísi til þessa félagsskapar stofn- að. I þessari ráðagerð mun nettmennið Tómas Guðmundsson hafa átt sinn ríka þátt þótt berserkur hefði sig meira í frammi. Þarna voru mættir í nafni íslenzkra bókmennta ýmsir skörungar og frjóir bókmenntasköp- uðir svo sem Ingólfur Kristjánsson fyrrver- andi ritstjóri heimilisblaðsins Hauks, Helgi Hjörvar skrifstofustjóri, Þóroddur Guð- mundsson frá Sandi, Friðrik Á. Brekkan, rit- dómarar Morgunblaðsins Sigurður Grímsson og Þorsteinn Jónsson, Kristján Karlsson rit- stjóri Helgafells og þýðandi Faulknerssagna, Þorkell Jóhannesson sem hefur lagt ævisögu Tryggva Gunnarssonar til heimsbókmennt- anna. Auk þess munu hafa verið þama rithöf- 22 Birtingur undarnir Gunnar Gunnarsson og Agnar Þórð- arson og skáldin Tómas Guðmundsson og Steinn Steinarr — Steinn og Agnar létu birta í dagblöðum mótmæli við þessum einokunar- aðferðum. Meðal þeirra sem ekki máttu vera í þessu hagsmunafél. rithöfunda vegna meintr- ar andstöðu og f jandskapar við prentfrelsi má nefna Laxness sem sat alþjóðaþing hreyfing- arinnar í Brazilíu fyrir rúmum tuttugu árum og var nýlega gestur PEN-klúbba 1 Banda- ríkjunum, Þórberg Þórðarson sem hefur not- að sér prentfrelsi einarðlegar og snjallar en flestir aðrir íslenzkir höfundar, Snorra Hjart- arson, Jón úr Vör, Ólaf Jóhann Sigurðsson, Halldór Stefánssoin, Jóhannes úr Kötlum, Guðmund Böðvarsson, og svo alla þá höfunda sem eru yngri að árum en Agnar Þórðarson. Til þessa félagsskapar virðist fyrst og fremst hafa verið stofnað til að þræla Tómasi Guð- mundssyni til Japan á alþjóða PEN-þing, og þar með virðist félagsskapurinn dauður. Frjáls menning Að hætti stórra veltuhringa auðmagnsins í Bandaríkjunum og víðar og Samb. ísl. sam- vinnufél. hefur samkrækingur nokkurra stjórnmálamanna og beisklyndra dreymenda um bókmenntaframa á bak við hið skuggalega PEN-klúbbsf yrirtæki komið sér upp f leiri fyr- irtækjum á sama sviði til að geta birzt í ýmsu gervi eftir því hvernig á stendur. Eitt þeirra nefnist Frjáls menning. Svo mikilvæg er frelsisbarátta þess að engan veginn er hætt-

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.