Birtingur - 01.12.1957, Blaðsíða 11

Birtingur - 01.12.1957, Blaðsíða 11
íslandi. Hann ráðlagði mér að vera módel hjá myndhöggvurum á Kunstakademíinu, „því svo vel ert þú vaxinn,“ sagði hann. „Svo skalt þú ljúka við smíðanám þitt og gifta þig hér, því ég finn, að hér átt þú heima, en annars hafði ég hugsað mér íslendinga allt öðruvísi. Þú er léttlyndur og tilfinningasam- ur eins og suðurlandabúi, en ég hafði hugsað mér íslendinga þögula og þungbúna durga.“ Einn af þessum dögum kom Halldór í heim- sókn á spítalann. Spurði hann hver sá væri hinn myndarlegi maður, er gnæfði hér yfir fjöldann. Er ég hafði sagt honum ævisögu mannsins í aðaldráttum, kynnti ég þá hvorn fyrir öðrum, og fór karl um það mörgum orðum við mig á eftir, að þetta unga skáld myndi ná langt á frægðarbraut, áður lyki. Nokkrum dögum seinna erum við svo út- skrifaðir af sjúkrahúsinu, Kristjan Herford og ég, og gaf hann mér að lokum ósvikna skilnaðarskál. Daginn eftir fór ég að finna Halldór. Hafði hann fengið sér vistlegt kvistherbergi á Frið- riksbergi við H. C. Örstedsvej hjá fyrrverandi leikkonu, og lét hann mig nú búa þar með sér í nokkra daga, þar til ég fékk vinnu. Var hann þá farinn að skrifa smásögur í kvöld- blað Berlingske Tidende, og man ég sérstak- lega eftir þremur: Digteren og hans hund, Thord i Kalvakot og róman, sem hann hafði á prjónunum, Jordens salt. Þessa daga hitti ég oft mína gömlu kunn- ingja, þá Friðgeir Björnsson stúdent og Er- ling Pálsson, er þá var í lögregluskólanum; bjuggu þeir saman í Laksegade, en Björn Karel Þórólfsson bjó á Garði að gömlum höfðingjasið. Voru þeir mest hissa á því, hvað þessi 17 ára, lítt þekkti drengur úr miðjum Menntaskólanum, nýkominn að heiman, ritaði góða dönsku. „Hann er séní,“ svaraði ég, og var þá ekki farið meira út í þá sálma. Leikkona sú, er Halldór leigði hjá, var fögur og kúltívéruð eldri kona. Hún bjó í stórri, fínni íbúð, og kvistherbergi Ha'ildórs var fullt af bókum, blöðiun og handritum. Hann settist við litla lampann sinn á hverj- um morgni um 6-leytið að skrifa, og dáðist cg, morgunsvæfur, að þeirri viljafestu. Stundum sagði ég honum frá kvennastússi mínu, og hélt hann þá strangar umvöndunar- ræður yfir mér með svofelldum orðum: „Það er engin rómantík eða riddaraskapur í þessu, að drekka sig fullan og leita til götukvenna. Það er sami ræfilsskapurinn og hjá landa okkar einum, sem fór niður í Nýhöfn hérna um daginn og lét einhverja bófa þar berja sig niður og stela af sér öllu, sem hann átti, um 70 krónum, og svo kom einhver gleðikona að honum blæðandi og reif af sér undirkjólinn til að binda sár hans. En hann er nú loksins kominn norður í Jamtaland til vetrardvalar." — „Þú ættir að vera kaþólskur prestur,“ sagði ég, „því að þú stúderar lífið ofan frá, meðan ég og landinn, sem þú minntist á, erum gamlir útróðrarkarlar og útigangsmenn og stöndum í sjálfum ólgandi brimgarðinum.“ Eitthvað fleira var rætt um kvenfólk og ásta- líf. „Um jólin í vetur,“ sagði Halldór, „var mér boðið til fínnar fjölskyldu. Frúin gaf mér ilmandi sápu og dýrindissmyrsl í jóla- gjöf, en bóndi hennar mátti helzt ekki vita það, því að frúin óttaðist afbrýðisemi.“ „Þetta er skáldarómantík, því svona á saga að byrja,“ sagði ég. „Ég hef líka lesið sög- una mína um Thord i Kalvakot fyrir eldri frú hér í borginni," sagði Halldór, „og hún grét yfir þeirri fátækt, sem þar er lýst. Hún spurði mig hvort það væri í raun og Birtingur 7

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.