Birtingur - 01.12.1957, Blaðsíða 35

Birtingur - 01.12.1957, Blaðsíða 35
og hverfa frá samkeppni um teikn- ingu ráðhússins? 1. Það er upphaf þessa máls, að fram- kvæmdastjóri ráðhússnefndar, Þór Sandholt, arkitekt sneri sér til Arkitektafélags íslands með beiðni um að félagið aðstoðaði við und- irbúning og framkvæmd samkeppni um teikn- ingar að ráðhúsi fyrir Reykjavík. Málaleitan þessari var játað, og var málinu — eins og lög félagsins mæla fyrir — vísað til sam- keppnisnefndar, sem átti fundi með fram- kvæmdastjóranum. Málið kom þó strax fyrir félagsfund að nýju, þar sem fyrirspurnir framkvæmdastjórans snerust fljótlega um slík afbrigði frá samkeppnisreglunum, að nefndin gat ekki svarað án þess að leita álits félagsins. Gekk málið síðan nokkrum sinnum milli félagsins og nefndarinnar, og var að síðustu orðið samkomulag um öll at- riði önnur en bann við þátttöku meðlima ráð- hússnefndar, en á slíkt bann vildi ráðhúss- nefnd ekki fallast. Á fundi í Arkitektafélag- inu, þar sem þessi mál voru til umræðu, hafði framkvæmdastjóri ráðhússnefndar þó lýst því yfir, að ef Sigvaldi Thordarson sæti næsta fund ráðhússnefndar, teldi hann útilokað, að hann gæti velsæmis vegna tekið þátt í sam- keppninni, því þá yrði farið að ræða húsa- skipun og tilhögun hússins ■— en Sigvaldi var einn af meðlimum ráðhússnefndar. Eftir þetta mun það hafa verið aðalstarf ráðhússnefndar að semja „prógram" fyrir ráðhúsið, það er að segja: ræða og ákveða alla innbyrðis tilhögun hússins. Þegar þess- um störfum var lokið, varð sú breyting á, að Sigvaldi Thordarson sagði sig úr nefnd- inni, en í hans stað kom Guðmundur Vigfús- son, bæjarfulltrúi. Sigvaldi hafði ekki séð ástæðu til að segja sig úr nefndinni fyrr, þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar félagsmanna í þá átt. Þess skal að lokum getið, að eftir að ráð- hússnefnd hafnaði kröfu Arkitektafélagsins um útilokun ráðhússnefndar frá þátttöku í samkeppninni, samþykkti meirihluti sam- keppnisnefndar A.l. samkeppnisútboðið, eins og það lá fyrir frá hendi bæjarins. Meirihluti nefndarinnar var Sigvaldi Thordarson, arki- tekt og Gísli Halldórsson, arkitekt og bæj- arfulltrúi. 2. Nei, enda hefur ráðhússnefnd ekki borið við að afsaka þá framkomu sína, og varpar sú þögn skærara ljósi yfir afstöðu ráðhúss- nefndarinnar en mörg orð fengju gert. Hannes Kr. Davíðsson. Hvaða meginmun telur þú vera á því að efna til samkeppni um lausn verk- efnis af þessu tagi og þeirri aðferð ráðhússnefndar að fela sundurleitum hópi arkitekta að teikna ráðhúsið? Munur þessara tveggja aðferða við að leysa verkefni í byggingarlist verður einfaldlegst skýrður á eftirfrandi hátt: Tilgangur samkeppni hlýtur að vera: 1. að finna beztu drögin að lausn verkefnis- ins 2. að fá fleiri mismunandi lausnir til saman- burðar 3. að gefa arkitektum færi á að koma á fram- færi tillögum um nýjungar í byggingar- tækni og formi. 4. að örva arkitekta til að gera sitt ýtrasta á skömmum tíma til að afla hugmyndum sínum viðurkenningar og keppa að því að Birtingur 29

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.