Birtingur - 01.12.1957, Blaðsíða 27

Birtingur - 01.12.1957, Blaðsíða 27
ég Hudd hafi farið með Kirsuberjagarðinn. Jafnvel þótt hann hefði haft miklu snjallari leikara til að framkvæma áformin og hefði skilið mál þeirra held ég honum hefði mis- tekizt, kannski hefðu mistök hans komið enn- þá skýrar fram með því móti. Margir leikaranna voru afleitir. Ég vona ég ærumeiði ekki Arndísi Björnsdóttur sem hefur oft verið leikhúsgestum til ánægju með því að láta í ljós að í þetta skipti hefði verið betra að vita af henni annars staðar en í hlutverki maddömunnar Raníefskí, mér þótti hún minna mig meira á einhverja af þeim skörungskerlingum í París sem forðum yfir- gáfu brauðsöluna og slátrarabúðirnar og fiskverzlun með klumbrur og sveðjur og skálmuðu til Versala til þess að sækja Maríu Antonettu og Lúðvík bónda hennar Kapett og brutu niður Bastilluna nokkru síðar, við frúna Raníefskí átti hún ekkert skylt. Valur Gíslason virðist halda að hann sé að leika í einhverju leikriti dregnu út úr skáldsögu eftir Emile Zola og það er gersamlega óþol- andi hvernig leikstjórinn lætur Benedikt Árnason koma fram á sviðinu og vaða þar uppi með látbragði sem kannski gæti átt heima í frönsku Boulevard-teatri svo sem það kann að vera skilið í einhverjum sérstökum hverfum Lundúna. Bessi Bjarnason heldur áfram tilbreytingarlausum eftirlíkingum sín- um af Fernandel sem hann vii'ðist hafa séð í einhverri kvikmynd, persónan sem Indriða Waage er ætlað að túlka hefur orðið eftir í handritinu. Raunar má segja það sama um allt þetta fólk, persónurnar halda áfram að leynast bak við þau orð sem leikendurnir hafa ekki strítt við, heimur þess dylst á milli þeirra lína sem ekki hafa komizt niður í hjörtu leikaranna, voru lærð með einhverjum sér- þjálfuðum taugahnútum og borin fram með mállausum vörum. Að lokum má geta þess að leiktjöldin voru mjög slæm enda er þess getið í leikskránni að þau sé eftir einhvern Breta, engir nema engil-saxar geta skipað svo ó- smekklega saman litum nema ef væru ein- hverjir íslenzkir leiktjaldamálarar sem hafa lært í Bretlandi. Penfélagshneykslið Til er alþjóðahreyfing rithöfunda sem var stofnuð til að vernda prentfrelsi og útvega rithöfundum frið til að vinna og skapa bók- menntir án afskipta stjórnmálaþjösna. Þessi hreyfing teygist víða um veröldina og munu angar af henni jafnvel ná til landa austan járntjalds, hún kallast PEN-hreyfingin. Fyr- ir löngu starfaði deild úr þessum félagsskap hérlendis en lagðist af. Nýlega vaknaði áhugi nokkurra rithöfunda fyrir endurreisn deild- arinnar vegna þeirrar fyrirgreiðslu sem þessi félagsskapur veitir höfundum erlendis. PEN- klúbbarnir í öðrum löndum eru ópólitískir, þeir eru beinlínis til þess að verja höfunda fyrir pólitík. En á Islandi má enginn hlutur komast hjá gallspýtingum pólitíkurinnar. Nokkrum mönnum sem þjóna stjórnmálamönnum tókst með táli og blekkingum að útvega sér leyfi PEN-hreyfingarinnar til að endurreisa Is- landsdeild og var Gunnar Gunnarsson skrif- aður fyrir þessu leyfi rétt eins og það væri umboð frá einkafyrirtæki handa kaupmanni Birtingur 21

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.