Birtingur - 01.12.1957, Blaðsíða 30

Birtingur - 01.12.1957, Blaðsíða 30
Almenna bókafélagið hefur gefið út nokkrar erlendar bækur þýddar sem má þakka, svo sem smásögur Faulkners í snjallri þýðingu þess manns sem helzt var fyrir því verki trú- andi, Kristjáns Karlssonar; skáldsögu eftir Kasantzakis sem nú er dauður og fær ekki nóbelsverðlaun, verra er það að við fáum ekki fleiri bækur eftir þennan sérkennilega höf- und, — sem sagði: „Ljóðið nær ekki til fjöld- ans, þess vegna er það hættulegt". Ekki skil ég hvernig minn gamli vinur Eiríkur Hreinn fór að þýða bókina eftir Graham Greene svona illa, jafnvel þó að maður vinni fyrir Sjálfstæðisflokkinn verður maður stundum að vanda sig, pólitískum sinnaskiptum ætti ekki að þurfa að fylgja hröð útrýming smekkvísinnar á sviðum sem koma ekki póli- tíkinni við. Ásamt Faulknerbókinni hefur þetta félag þó gert bezt með Islandsmynda- bókinni og þeirri sem Sigurður Þórarinsson gaf út um Heklu. Það er alls ekki ætlun mín að ljúka þessu máli án þess að nefna Islands sögu eftir Jón Jóhannesson sem var verð- mætari maður í starfi sínu en þorri manna hefur gert sér grein fyrir vegna hins full- komna skorts á auglýsingamennsku sem ein- kenndi störf hans, hann var heiðarlegur vís- indamaður sem vann kyrrlátlega störf sín. Fyrir mörgum árum hlustaði ég á hann flytja nokkra fyrirlestra um efni sem hafði ekki áð- ur vakið forvitni mína en hin ljósa framsetn- ing og skýra ásamt rökvísi og skynsamlegri byggingu er mér ehn í minni. Nú mun von á öðru bindi Islandssögunnar. Loks hlýt ég að nefna sýnisbók úr verkum Sigurðar Nordal og önnur væntanleg úr skáldskap Einars Bene- diktssonar, kannski slíkar bækur geti komið einhverjum á sporið, þó er ég vantrúaður á svona glefsuútgáfur, verk slíkra manna á að lesa óstytt, heil. Hefði ekki verið heillaráð að gefa út bók Nordals um Snorra Sturluson. Hugleiðing um tónlist Pótentátar sem öfugsnúningurinn í þjóð- félagi okkar hefur hafið til óforþéntra áhrifa og virðinga en kannski er þrýst flötum í sitt eigið hugarsvað af vanmetakenndum en reigja sig því meir og sperra í sjónarspiliþjóð- lífsins (við skulum ekki gera lesendur leiða með því að nefna nöfn því endurtekningar eru hvimleiðar), þeir þora nú ekki lengur til at- lögu við sinfóníuhljómsveit okkar. Þeir sem eitt sinn vildu hana feiga hafa nú lagt piður sína aumu rófu og hafa flutt skaðsamlega starfsemi sína í aðrar deildir menningarlífs- ins í bili, hljómsveitin hefur fengið frið til að starfa. I fyrra nutum við þess að heyra hana undir stjórn dr. Smetagek, þessa tigna mús- íkmanns frá Tékkóslóvakíu sem kemur af þeim slóðum þar sem jafnvel skólakennar- arnir eru barmafullir af músik og í staðinn fyrir amo amas amat kenna þeir do re mi fa sol, þessi glæsilegi maður bar þá töfra í per- sónuleika sínum sem drógu fram í hverjum hljóðfæraleikara það sem til var svo árangur- inn yrði sem ríkastur í sameiginlegri virðingu fyrir hugsun tónskáldsins. Ekkert brauk og braml, ég efast um að hljómsveitin hafi öðru sinni náð lengra. Nú heyrist sú fagnaðarfrétt að þessi maður sé væntanlegur aftur í vetur. En þegar hljómsveitinni okkar tekst vel ættum við ekki að gleyma þeim manni sem 24 Birtingur

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.