Birtingur - 01.12.1957, Blaðsíða 26

Birtingur - 01.12.1957, Blaðsíða 26
Thor Vilhjálmsson: SYRPA Kirsuberjalaus garður Það var dapurlegt hversu til tókst um fyrstu sýningu Þjóðleikhússins á verki eftir Tsékov, þá ráðamenn hússins uppgötvuðu loksins þann höfund við það að Leikfélag Reykjavíkur sýndi Þrjár systur eftir hann. Kirsuber jagarðurinn er öndvegisverk Tsékov, segir J-L. Barrault, einn mesti leik- húsmaður Frakka sem setti það á svið í París: .... „Kirsuberjagarðurinn fæðist í þögn,“ segir hann. . . Allt byggist á því að skapa sterkan geð- blæ með óendanlega fínlegum tilbrigðum, hver leikari verður að leggja sitt til í hinni miklu hljómsveit sviðsins, finna sannleik hlutverks síns og leggja hann fram í réttu og hnitmiðuðu samræmi við hina túlkend- urna svo að þessi mikla fúga mannsálna nái að hljóma. Hin yfirlætislausa en dýra músík sem liggur í verkum Tsékov er óskilgreinan- legri en flestar aðrar leikbókmenntir, það liggur ekki ljóst fyrir öllum að hin einföldu orð sem leikara er ætlað að bera fram eru lykill að hjarta, og líka einskonar geðblæv- arrím í mynztrum verksins, ómissandi tónn í heildarbyggingunni. Ég held að enginn leikari geti leikið Tsékov án djúprar og auðmjúkrar einlægni. Þar get- ur ekkert leikbragð bjargað, á tækni einni er óhugsandi að leika Tsékov, allt kernur að inn- an, orðin sem Tsékov leggur leikaranum til eru farvegur fyrir þær tilfinningar sem liggja honum djúpt í brjósti og leynast, hafa ekki verið kallaðar fram og formaðar, slíkan sjóð eiga flestar manneskjur, og það vissi Tsékov. Hann gefur leikaranum réttinn til þess að vera manneskja á sviðinu í krafti þess sem býr í honum sjálfum, hans eigin sannleikur í leynum djúpsins er kallaður fram og gefið mál og gerfi til að lifa í sammannlegri sin- fóníu. 1 slíku hlutverki reynir á leikarann hvort hann er maður. Á sýningu Þjóðleikhússins skorti einlægn- ina, annað hefði verið hægt að fyrirgefa. Við getum ekki krafizt leiktækni eins og gerist í höfuðborgum út um lön.din En einlægni eig- um við að heimta af þeim sem reyna að túlka Tsékov. Ekki veit ég hvað hefur helzt vakað fyrir leikstjóranum Walter Hudd. Ég efast um hann sé heppilegur til að stjórna þessu viðfangsefni, mig grunar að hann skilji Tsékov ekki. Ég hef heyrt að í Kaliforníu séu þeir að reyna að búa til Camenbert-ost en séu svo þrifnir og hreinlátir að þeir byrji á því að drepa vandlega alla þá gerla sem byrla ostinum þann keim og eiginleika sem gera hann að heimsfrægu lostæti. Líkt held 20 Birtingur

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.