Birtingur - 01.12.1957, Blaðsíða 36

Birtingur - 01.12.1957, Blaðsíða 36
fá að teikna og sjá um byggingu þess mannvirkis, sem efnt hefur verið til sam- keppni um 5. að velja verk þess arkitekts, sem beztar, djarfastar og fegurstar hugmyndir sýnir um lausn verkefnisins og ætla má, að hæf- astur sé til að leysa af hendi allt verk arkitektsins við byggingu mannvirkisins. Tilgangurinn með því að setja á laggimar samstarfsnefnd með þeim hætti, sem hér hef- ur verið á haf ður, getur ekki verið annar en: 1. að gera nógu stóran hóp manna samá- byrgan um lausn verkefnisins til að eiga auðveldara með að þagga niður væntan- lega gagnrýni á henni, þar sem hver ein- stakur er raunverulega ábyrgðarlaus og því engan hægt að gagnrýna 2. að kaupa alla, sem þátt taka í samstarf- inu, til fylgis við afgreiðslu málsins, ef deilur kynnu að rísa um staðsetningu húss- ins og aðrar ráðstafanir þeirra, sem fram- kvæmdum ráða. Um ráðhús-samsetningarnefndina skal svo þessu bætt við: Þeir sem töglin og hagldirnar hafa í ráðhússmálinu hafa barið tvennu við nefndarstofnun þessari til réttlætingar: 1. að samskonar leið hafi áður verið farin með góðum árangri 2. að þeir teldu sig ekki geta réttlætt að greiða kostnað af samkeppni í óvissu um árangur. Sem svar við þessu skal á það bent, að hartnær fjögur ár eru liðin síðan samstarfs- nefnd var skipuð til að setja saman stjórnar- ráðsbyggingu. Góður árangur? Svarið fer náttúrlega eftir því, hvaða augum menn líta á silfrið. Síðast fréttist það í ágústmánuði síðastliðnum, að nefndin væri búin að ná samkomulagi um hvaða stuðul (modul) 30 Birtingur skyldi nota við byggingu hússins. Undirbún- ingur að frumdrögtun er því nokkuð a veg kominn eftir fjögra ára þóf. Kostnaðurinn ? Hver er kostnaður orðinn af nefndarstörfum fjögurra sérfræðinga á einum til tveimur fundum vikulega í fjögur ár, auk teiknara- launa og annars teiknistofukostnaðar ? Ef þetta er góður árangur og ódýr aðferð, væri ástæða til að hugleiða nánar þá ósk ráðhússnefndar, að samkeppni um ráðhúsið yrði lokið á einu ári og helzt skemmri tíma. Hver mun kostnaður verða af nefndar- störfum ráðhúss-samsetjaranna sex áður lýkur, að viðbættri húsaleigu fyrir teiknistofu í Iðnskólanum, launagreiðslu til teiknara og að ógleymdum launum framkvæmdastjóra og 5 manna ráðhússnefndar til að líta eftir þessu öllu saman? Hve hár skyldi reikningurinn verða að lokum miðað við þann vinnuihraða, sem stjórnarráðs-samsetjararnir hafa sýnt? Væntanlega vinna starfsbræðurnir ekki undir gjaldskrá félags síns. Því miður verður ekki framhjá þeirri stað- reynd komizt: að með skipun samsetjara- nef nda af þessu tagi er verið að innleiða spill- ingu samábyrgðar og hugleysis í íslenzka byggingarlist. Er þeim þætti íslenzkrar menn- ingar með því illur greiði gerður, og hafi þeir er það hafa gert þann heiður, sem þeir hafa til unnið. Skúli H. Norðdahl. Telur þú, að íslenzkri menningu geti verið akkur í að ráðhúsnefnd afþakki fyrirfram hugmyndir allra íslenzkra arkitekta, að sex undanskildum, og finnst þér trúlegt, að sex arkitektar með gjörólík sjónarmið geti með góð-

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.