Birtingur - 01.12.1963, Side 8

Birtingur - 01.12.1963, Side 8
ÁSI í BÆ: HRYGNINGATÍMI Við drukkum þennan dag, ég sá gamli til þess enn einusinni að leita æskunnar, þeir hinir ungu til að drepa einmanakenndina, sögðu þeir. Ég man ekki hvernig þetta byrjaði og skiptir ekki máli nema þama var ég með fyrstu flöskuna þegar ég hitti strákana. Hvað segir sá gamli, sögðu þeir að venju og ég sagðist vera að velta því fyrir mér hvar maður gæti dregið tappa úr flösku eins og heiðarlegur borgari. Það glaðnaði yfir strákunum því þeir höfðu drukkið nóttina áður náttúrlega því það var landlega og sögðust áreiðanlega vera menn til að afmeyja eina mænu. Það var stormur af austri en bjart og þurrt og mistruð sólin hátt á lofti og þarna stóðum við á götunni í miðjum fiskibænum, þeir tveir svona ungir og ég sá gamli og sáum ekki í bili neinn stað sem okkur líkaði. Þeir vildu að vísu fara beint inn á næsta bar og pukrast þar með löggina af því þeir voru þyrstir en ég kunni ekki við það svona bláedrú svo við röltum af stað. Já það var aprílsól og göturnar þurrar og mann- margar og strákamir þöglir svo ég fór að tala um þessa eilífu breytingu tímanna; bara fvrir nokkrum árum þegar þeir voru varla byrjaðir að róa þá var hérna fullt af stöðum, 'hérna við þessar sömu götur þar sem maður gat farið inn með flösku og meira að segja fengið góðar við- tökur, en nú eru þeir allir horfnir. Þarna á loft- inu í rauða húsinu bjó hún Imba brók sem alltaf hafði heitt á könnu og þáði sjálf út í bolla, teprulaus kona því hún hafði reynt margt í lffinu. Nú var hún honfin. Og þarna niðurfrá bjó hann Kanada-Simbi með alla kettina sína, þessi dáðlausi gáfumaður som aldrei sagði orð fyrr en hann hafði fengið einn lítinn ... og endirinn varð sá að við litum inn til Eiríks í ruslinu. Hann er gamall sjómaður farinn að heilsu og dundar við þetta sér til afþreyingar, smíðar klemmur, gerir við potta, hnýtir á tauma o. s. frv., þolir ekki lengur brennivín og má þó ekki finna af því lyktina. Hann á soldinn hús- kofa niðri við höfnina og er nú að verða í vegi fyrir athafnamönnunum. Jú velkomið að taka upp flösku, þó það nú væri. Hann er glettinn í auga en snýr sér undan með- an við blöndum í kókinn. sé á honum að hann er farinn að smjatta; við erum svotil jafnaldrar og vorum saman eitt sumar á trillu í gamla daga. Mikið djöfull var þetta fínt, segir Dolli, búinn að fá sér góðan sopa, ég var að drepast, vissi ekki fyrr en ég vaknaði í stýrishúsinu, sjáiði leppana og hríðskalf, að ég skyldi ekki drepast. Eiríkur snýr sér nú að okkur og segir: Já þú ert sonur hennar Önnu, sýpur úr einum kóknum, þú ert orðinn svona stór væni. Nú fer Bergur að hlæja því hvað sem segja má um Dolla þá er hann ekki stór, en þeir skilja ekki það sem við skiljum gömlu skarfarnir, það er nefnilega örstutt síðan hún Anna litla var ung og falleg stúlka og nú bregður Eiríki við að sjá þennan fullvaxna son hennar. Heyrðu Eiki er þetta ekki herbergið hennar Efemíu, langt síðan ég hef komið hingað. 6 BIRTINGUR

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.