Birtingur - 01.12.1963, Blaðsíða 20

Birtingur - 01.12.1963, Blaðsíða 20
eru hinir þrír eiginleikar lífs sameinaðir. „Frum“-efnið felur f sér fjöld (pluralité), sem skipast síðar í kerfi, einingu, sem að lokum leiðir til myndunar þess, sem T. de Chardin nefnir „totum“, og í þriðja lagi býr það yfir orku, sem hann nefnir „quantum". Við veitum því athygli, að frá upphafi ríkir tvígilt lögmál, sem bendir svo að ekki verður um villzt til þess, að þróun fari fram: Engin ný orka verður til, þvert á móti verður stöðugt orkulát, sem kemur fram í hita. Heimur forlífsins skipast í „keðju“, röð af hlut- um, sem eru að skapast hverjir af öðrum, frum- efnin 92 að tölu, síðan mólekúl, þá veirur og loks frumur, sem einhvern tíma síðar mynda lifandi verur. Hér er rétt að geta um þá grundvallar full- yrðing T. de Chardin, sem er ein áhrifaríkasta hugsýn hans: Efnið er gætt innra og ytra borði, sem eru algerlega óaðgreinanleg og háð hvort öðru (complémentaires). Milli þeirrar efnislegu orku, sem fram kemur í „hinu ytra“ (,,dehors“) og þeirrar andlegu orku, sem býr í „hinu innra“ („dedans") eru stöðug, órjúfanleg tengsl og sam- runi þessara tveggja orkugerða svo ndinn sem frekast er hugsanlegt. Tilbrigði, sem verða við aðgreiningu efnisins eftir þvf sem á þróunina líður, stafa frá afstöðubreytingu milli „hins innra“ og „hins ytra“: því meir sem „hið ytra“ lýtur í lægra haldi fyrir „því innra", því full- komnara verður lífið. Þannig liggur leiðin frá hráefninu, þar sem „hið ytra" (atómfjöldi) yfir- gnæfir „hið innra" (lítil andleg fullkomnun) að því efni, sem mestri þróun hefur tekið (mannin- um), þar sem „hið innra" (vitund) yfirgnæfir „hið ytra" (mannfæð). Vert er að taka fram, að augljós tengsl eru milli efnislegrar heildarmyndunar (fullkomnunar „hins ytra") og andlegrar fullkomnunar (full- komnunar „hins innra"). Þannig hefur vitundin alltaf verið til. í fyrstu er hún óljós — heimur hráefnisins —, síðar verð- ur hún greinilegri eftir því sem á líður — heim- ur mannsins. Svo virðist sem þróunin hafi sí- fellt miðað að því að þoka vitundinni á hærra stig. Má því segja, að þróunin stefni að því að fullkomna vitundina. Af þessu leiðir hið kunna lögmál um hlutfallið milli margbreytni og vitundar (complexité/con- science): „innra borði" fábrotnu (hvað vitund snertir) samsvarar „ytra borð“ auðugt (hvað fjölda snertir) og öfugt. Af þessu lögmáli leiðir annað, lögmálið um samleitni (convergeance). Þróunin stefnir sífellt að því að auðga „hið innra" með því að gera „hið ytra" fábrotnara. Þetta sjáum við af því sem hér fer á eftir. Nú er komið að heimi lífsins, að „æsku jarðar", þegar kristalmyndun verður og skipan í stærri mólekúlheildir. Það, sem menn hafa fallizt á að nefna líf, kem- ur fram með frumunni, en veirur eru þar stig á milli. Teilhard de Chardin nefnir þetta milli- stig „stilk" (pedoncule). Þá vaknar spurningin: Hvernig verður breyting úr einu ástandi í ann- 18 BIRTINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.