Birtingur - 01.12.1963, Blaðsíða 21

Birtingur - 01.12.1963, Blaðsíða 21
að, hvernig verða til dæmis veirur að frumum? Þróunin verður auðvitað þannig, að hún nálg- ast markið meir og meir, og munurinn er sjálf- sagt örlítill á flóknustu veiru og einföldustu frumu. Samt er um eðlisbreytingu að ræða, og hana er ekki hægt að skýra á rökrænan hátt. T. de Ghardin grípur því til þeirrar skýringar, að hér verði það, sem hann nefnir „þrep“. Líffræð- ingar vildu sjálfsagt heldur nefna það stökk- breytingu, eins og það fyrirbrigði er nefnt, er verður til dæmis hjá sumum skordýrum, þegar dýr með langa vængi eignast afkvæmi með stutta vængi, án þess að hægt sé að skýra þá breytingu, en hún helzt og gengur í erfðir. Þannig verða framfarir í þróuninni við „þrep“: Allt í einu verður veira að frumu og lífið kemur fram. „Þrep“ frumunnar lýsir sér í ytri byltingu (frá margbreytni „hins ytra“ er horfið að stöðug- leika) og jafnframt í innri byltingu („hið innra“ bærir á sér). Hér er um einstakt fyrirbrigði að ræða: Þvf er eins farið um frymið og atómið, að ný tegund þeirra skapast ekki framar. Þá tekur þróunin að þenjast út og leita fyrir sér á undraverðan hátt. Þá liefst hin mikilfenglega starfsemi iífsins. Sú starfsemi er blind, því að fram koma misheppnaðar verur, úrkast, ógöng- ur, eins og brátt verður vikið að. En hér er um að ræða furðulega „dynamiskt" starf, sem spann- ar í allar hugsanlegar áttir, þar til fundin er lausn, sem til bráðabirgða virSist heppilegust og verður um nokkurt skeið farvegur þess, sem áunnizt 'hefur. Tilkoma nýs lífs verður með ýmsu móti: æxlun, fjölgun, endurnýjun, tengsl- um og einkum með tilkomu viðbótareiginleika, sem erfast: lifandi verur öðlast nýja heillaven- lega eiginleika, sem afkomendur þeirra njóta góðs af ótakmarkað. Teilhard de Chardin segir: „Ef litið er í heild á allt lifandi efni jarðariun- ar, kemur í Ijós, að það myndar frá upphafi þróunarinnar frumdrætti að einum einstökum, risavöxnum líkama (organisme)“. (Phen. hu- main). Þessa líísmynd nefnir T. de Chardin ,.Iíf- hvel“ (Biosphére). Með þessum vexti og þessari leit taka að myndast fylkingar (phyla) eða kjör- greinar, sem viðleitni lífsins beinist helzt eltir. Mestu skiptir hvernig þessar fylkingar greinatt í upphafi, stefna þeirra og þær framfarir, sem þar verða við stökkbreytingar (,,þrep“). Þanaig myndast „lífstréð", sem vísindamenn nefna svo. Meðfylgjandi teikning gefur nokkra hugmynd um þetta lífstré og sýnir greinilega þá viðleitni, sem um var rætt. Enda þótt þessi teikning af „lífstrénu" sé gamalkunnug, sýnir hún á áhrifa ríkan liátt það, sem um ræðir. Við nánari at- hugun má ýmislegt af hcnni ráða. í fyrsta lagi kemur skýrt fram, að þróun fer raunverulega fram. „LffiS er og getur ekki veriS annað en stærð, sem hefur þann eiginleika að þróast," (Phen. humain). Enn fremur má sjá. að leiðar- hnoða framvindunnar virðist vera taugakerfið um fyrsta stig hryggstrengdýra. Um þetta atriði segir T. d. Chardin ákveðið: „Reynum að flokka lifandi verur eftir því á hvaða stigi þær eru, hvað þroska heilans snertir. Hvað kemur í ljós? Ein- BIRTINGUR 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.