Birtingur - 01.12.1963, Page 21

Birtingur - 01.12.1963, Page 21
að, hvernig verða til dæmis veirur að frumum? Þróunin verður auðvitað þannig, að hún nálg- ast markið meir og meir, og munurinn er sjálf- sagt örlítill á flóknustu veiru og einföldustu frumu. Samt er um eðlisbreytingu að ræða, og hana er ekki hægt að skýra á rökrænan hátt. T. de Ghardin grípur því til þeirrar skýringar, að hér verði það, sem hann nefnir „þrep“. Líffræð- ingar vildu sjálfsagt heldur nefna það stökk- breytingu, eins og það fyrirbrigði er nefnt, er verður til dæmis hjá sumum skordýrum, þegar dýr með langa vængi eignast afkvæmi með stutta vængi, án þess að hægt sé að skýra þá breytingu, en hún helzt og gengur í erfðir. Þannig verða framfarir í þróuninni við „þrep“: Allt í einu verður veira að frumu og lífið kemur fram. „Þrep“ frumunnar lýsir sér í ytri byltingu (frá margbreytni „hins ytra“ er horfið að stöðug- leika) og jafnframt í innri byltingu („hið innra“ bærir á sér). Hér er um einstakt fyrirbrigði að ræða: Þvf er eins farið um frymið og atómið, að ný tegund þeirra skapast ekki framar. Þá tekur þróunin að þenjast út og leita fyrir sér á undraverðan hátt. Þá liefst hin mikilfenglega starfsemi iífsins. Sú starfsemi er blind, því að fram koma misheppnaðar verur, úrkast, ógöng- ur, eins og brátt verður vikið að. En hér er um að ræða furðulega „dynamiskt" starf, sem spann- ar í allar hugsanlegar áttir, þar til fundin er lausn, sem til bráðabirgða virSist heppilegust og verður um nokkurt skeið farvegur þess, sem áunnizt 'hefur. Tilkoma nýs lífs verður með ýmsu móti: æxlun, fjölgun, endurnýjun, tengsl- um og einkum með tilkomu viðbótareiginleika, sem erfast: lifandi verur öðlast nýja heillaven- lega eiginleika, sem afkomendur þeirra njóta góðs af ótakmarkað. Teilhard de Chardin segir: „Ef litið er í heild á allt lifandi efni jarðariun- ar, kemur í Ijós, að það myndar frá upphafi þróunarinnar frumdrætti að einum einstökum, risavöxnum líkama (organisme)“. (Phen. hu- main). Þessa líísmynd nefnir T. de Chardin ,.Iíf- hvel“ (Biosphére). Með þessum vexti og þessari leit taka að myndast fylkingar (phyla) eða kjör- greinar, sem viðleitni lífsins beinist helzt eltir. Mestu skiptir hvernig þessar fylkingar greinatt í upphafi, stefna þeirra og þær framfarir, sem þar verða við stökkbreytingar (,,þrep“). Þanaig myndast „lífstréð", sem vísindamenn nefna svo. Meðfylgjandi teikning gefur nokkra hugmynd um þetta lífstré og sýnir greinilega þá viðleitni, sem um var rætt. Enda þótt þessi teikning af „lífstrénu" sé gamalkunnug, sýnir hún á áhrifa ríkan liátt það, sem um ræðir. Við nánari at- hugun má ýmislegt af hcnni ráða. í fyrsta lagi kemur skýrt fram, að þróun fer raunverulega fram. „LffiS er og getur ekki veriS annað en stærð, sem hefur þann eiginleika að þróast," (Phen. humain). Enn fremur má sjá. að leiðar- hnoða framvindunnar virðist vera taugakerfið um fyrsta stig hryggstrengdýra. Um þetta atriði segir T. d. Chardin ákveðið: „Reynum að flokka lifandi verur eftir því á hvaða stigi þær eru, hvað þroska heilans snertir. Hvað kemur í ljós? Ein- BIRTINGUR 19

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.