Birtingur - 01.12.1963, Blaðsíða 57

Birtingur - 01.12.1963, Blaðsíða 57
Eftirfarandi samkrull af þverstæðum boðuðu fals-prédikarar „vakningarhreyfingarinnar" læri- sveinum sínum: Þeir boðuðu algjört frelsi einstaklingsins í nafni hjarðar, sem setti lömbunum strangari forskriftir en nokkurt venjulegt borgaralegt samfélag. í nafni æskunnar vildu þeir rísa upp gegn heimi hinna fullorðnu — og voru sjálfir at- vinnuunglingar milli 30 og 45 ára. Þeir þóttust vera ósjálfrátt upprunalegir og frumstæðir — en frumstæðnin var fengin að láni frá öðrum sem höfðu fengið hana að láni, upprunaleikinn innflutningsvara, ósjálfræðnin uppsuða úr Henry Miller og evrópskum bók- menntum. Sérhver meðlimur varð að vera uppreisnar- maður, það var skylda — en svo létu þeir sér líða vel í pólitískri vanþekkingu sinni og af- skiptaleysi. Þeir risu upp til að mótmæla hinni „sálarlausu vélaöld" — og gerðu sportbifreiðina að tákni mótmælanna. Þeir litu niður á ameríska múgmenningu — í sömu andrá og þeir játuðu gleði sína yfir James Dean, körfubolta og myndasögum. Þeir álitu sig ekki á valdi neinnar blekkingar og beittu allt skarpri gagnrýni — en létu blekkjast af hinum heimskulegustu frelsunar- 'kenningum og fráleitustu uppbótartrúar- brögðum. Þeir höfðu enga hugmynd um þá nákvæmni og skarpskyggni, sem þarf til að rísa upp gegn því sem fast er orðið í sessi. Áliangendurna og fylgi- fiskana vantaði ekki. Þó að kenningar þessarar vakningarhreyfingar séu svo heimskulegar sem þær nú eru, er ekki svo auðvelt að gera gys að fórnarlömbunum. Á meðan hreyfingin geispaði veikri golunni í óhugnanlegu auglýsingaæði, enduðu varnarlausustu og ef til vill hughrein- ustu fylgismenn hennar á geðveikrahælum og í fangelsum. Hinn bókmenntalegi arfur þessarar gengnu kyn- slóðar vekur fyrst og fremst eina spurningu í hug okkar: Hvernig gat það gerzt, að gagnrýnin í tveim heimsálfum lá flöt fyrir jafn lítilsigldu slagorði? Hvenær kemur að því, að hverjum ein- asta gagnrýnanda verður orðið Ijóst að rithöf- undar verða ekki metnir eftir því' hvaða hópi, kynslóð eða hreyfingu þeir tilheyra, heldur und- antekningarlaust eingöngu eftir því sem þeir skrifa? Sú auðskilda staðreynd hefði lilíft okkur við þessum sorphaugi bókmenntanna, þar sem lesandinn verður sjálfur að leita í leirhrúgunni að læsilegu ljóði, í kjaftavaðalsauðninni að einni síðu óbundins máls sem er þess virði að hún sé lesin. Ekkert verka þessa óumræðilega Kerouacs er þess virði að það sé lesið, en hann hreykir sér mjög af því að hafa gefið „Beat Generation" nafnið. „Jæja þá, hver veit nú í rauninni hvort það er ekki einmitt einmanaleiki einverunnar, sem máli skiptir, einmanaleiki hinnar raunverulegu ein- BIRTINGUR 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.