Birtingur - 01.12.1967, Side 5
Þessi hætta er alltaf, þess vegna er ekkert
brýnna en aldrei slakni á endurskoðuninni.
Kolakowski stríðir hart á hinn stalinistíska
óskeikulleika, þrælkun manna undir forystu
sem hugsar allt fyrir þá, svarar öllum spurn-
ingum fyrir þá, þar sem hverjum vanda er
svarað með því að vitna í Helgakver tímans,
hvort sem guðdómurinn sólu fegri er Jósep
Djúgasvílí eða Maó. Kolakowski vil! ekki að
liinn siðferðilegi grundvöllur gleymist. í bók
sinni: Maðurinn án úrkosta lætur hann
fulltrúa hins intelektúela marxisma sem er
hans eigin talsmaður segja: aldrei mun ég
trúa því að hægt sé að stjórna siðferðis- og
vitsmunalífi mannkynisins eftir sömu megin-
reglum og fjárfestingum: maður sparar í dag
til að hagnast fremur á morgun; sem sagt: í
dag leyfist manni að nota sér lygina til þess
að sannleikurinn sigri á morgun, og nú getur
maður framið glæpi til þess að ryðja brautina
fyrir göfug mið sem stefnt er að í framtíð.
Kolakowski telur sitt hlutverk að gagnrýna
og véfengja og beita vísindalegri lmgsun til
að hindra stöðnun sem alltaf vofir yfir,
hann lítur svo á að hugsjónin verði ætíð að
vera ríkjandi en hún verði að hafa aðhald
skynseminnar. Hann heldur því frarn að heil-
l^rigð skynsemi sé ekki bara æskileg heldur
lífsnauðsynleg; en geta menn orðið frægir á
að halda því fram? Hvað sýnir sagan okkur?
Kannski við ættum að lesa nokkur sólarljóð
ort til Stalíns og Maó. Okkur finnst þetta
geti varla verið nein byltingarkenning. Höf-
um við ekki heilbrigða skynsemi að leiðar-
ljósi í okkar lífi? Óbrenglaða frá bernsku
þrátt fyrir ýmiskonar suðu í eyrunum. En ef
við förum að hyggja að því hver skyldi þá
vera óháður hópsefjunum og arfteknum eða
aðfengnum hégiljum. Og sumir þeir sem mest
tala um heilbrigða skynsemi gera engan grein-
armun á þjóðfélagsvísindum og hugsjónum
eða ídeólógíu, goðsögn eða mytu og hinni
miklu draumsjón stefnunnar eða útópíu held-
ur þvæla þessu öllu saman. Hvursu margir eru
ekki rígfastir í félagskröfum hinna pólitísku
flokka sinna jafnvel þótt sumsstaðar fari lítið
fyrir hugsjónum líkt og knattspyrnuunnend-
ur sem fella froðu þegar fjendurnir leika grátt
þá sem eiga þeirra hug og hjarta á íþrótta-
vanginum. Allir þekkja þetta úr okkar stjórn-
málalífi. Þar er enginn skortur á móðursýki
og ofstæki. AHt er dregið í dilka eftir lágkúru-
legum forsendum dægurpólitíkur.
Kolakowski fjallar um þá hættu að í sósíal-
istísku þjóðfélagi myndist sektarismi eða ofsa-
full sértrúarstefna af því tagi sem til hægðar-
auka er farið að kalla stalínisma. Þá er kenn-
ingin afmörkuð kyrfilega oghinminnstufrávik
jafngilda drottinssvikum og hinum örgustu
glæpum. Gagnrýni var fordæmd sem skortur á
birtingur
3