Birtingur - 01.12.1967, Side 7
hún ákvarðast af þýðingu sinni en ekki sann-
leikanum. Þar má nefna goðsögnina um Óð-
in, Jesú, Napóleon eða Stalín. Hver þjóð og
hver pólitísk hreyfing skapar sína eigin goð-
sögu, segir Kolakowski: þær eru konkret kerf-
isbinding gildanna, þær eru með öðrum orð-
um safn þeirra gilda sem ekki koma fyrir í
abstraktformi heldur líkamnast í einstökum
persónum eða einstaklingsbundnum aðstæð-
um og miða að því að treysta samstöðuna í
þeim þjóðfélagshópi sem skapaði þær. Hins-
vegar er útópian að sögn Kolakowskí summ-
an af viðurkenndum gildum sem eru tengdar
þjóðfélagsaðstæðunum og eru talin vera
óframkvæmanleg en þó sett fram sem stefnu-
mið. Hann nefnir söguna um Paradís sem
dæmi um goðsögn en myndina af þúsund ára
ríki Jesú sem útópíu. Og segir að hingað til
hafi engin þjóðfélagsleg fjöldahreyfing getað
verið án útópíu og engin komizt af án goð-
sögunnar.
Sjóndeildarhringurinn breytist sífellt, á morg-
un verður hann annar en í dag, annars
verður nótt og dauði. Og draumurinn um
morgundaginn helgar daginn í dag, það mark
sem við höfum fyrir augum. En viðleitnin á
ekki að beinast að því að yfirstimpla daginn
á morgun með deginum í dag heldur að nota
skynsemina með gagnrýninni og hugmynda-
fluginu til að undirbúa daginn á morgun.
Kolakowski varð kunnur í Póllandi kornung-
ur í októberbyltingu Pólverja 1956, þá var
hann einn af forustumönnum hinnar miklu
endurskoðunar og stýrði hinu merka stúd-
entatímariti Po Prostu sem gegndi miklu
hlutverki í þeim umbrotum, þetta tímarit
kemur ekki lengur út. Útvarpið í Varsjá sagði
við stjórnarskiptin: við höfum farið yfir Rú-
bíkon, (það var fljótið sem Sesar fór yfir
þegar hann sagði að teningunum væri kastað
og sigraði Pompejus nokkru síðar): okkar vor
er í október.
Kolakowski skrifar fleira en heimspeki.
Hann hefur samið leikrit og ýmiskonar þætti,
svo sem: Þegar Lúther talar við kölska. Það
heyrist bara í Lúther sem sallar á þann gamla
af mikilli mælsku og rekur ofan í hann brigzl-
yrði: hyskni? þú ætlar þó ekki að koma með
það, það væri þér til skammar, jafnvel þér
blygðunarlausum lygaranum . . . öfund? Jrú
hlýtur að vera alveg genginn af göflunum,
gamli svikahrappur, hvað og hvurn ætti ég
að öfunda? ég hef allt sem ég þarf, skilurðu
það ekki? ég hef guð, hvurs annars ætti ég
að þarfnast? kannski ég ætti að öfunda þig?
Ha? Ætti ég að öfunda þig af galdrabrellun-
um og töframættinum, færni þinni í að vekja
ótta, blekkja og freista? Það er einsog maður
ætti að fara að öfunda helvíti þegar maður
býr í himnaríki. Þú ert kolbrjálaður, þetta er
BIRTINGUR
5