Birtingur - 01.12.1967, Qupperneq 15

Birtingur - 01.12.1967, Qupperneq 15
geisanna í Hollywood. 1 þessari aðstöðu stjórn- ar hann tveim til þrem myndum á ári og eru flestar þeirra lítt minnisverðar. Verður því hér stiklað á stóru og rétt drepið á þær helztu. Subida al Cielo er gamanmynd um ungan sakleysingja, sem hlýtur dágóða lífsreynslu meðan hann ferðast í almenningsvagni. Róbinson Krúsó er gerð eftir hinni heims- frægu sögu Daniel Defoes. Þrátt fyrir sölu- varningsbraginn hefur Bunuel tekizt vel að lýsa hinum einmana manni 1 baráttunni við náttúruöflin. E1 er bezta mynd Bunuels frá þessu tímabili, fyrir utan Los Olvidados, og er sögð vera realistísk endurgerð á L’Age d’Or. Hún er óvenjuleg sálfræðileg frásaga af kirkjunnar þjóni, sem þjáist af ólæknandi afbrýðisemi. La Vida Criminal de Arc- hibaldo de la Cruz er í svipuðum dúr og El, en öllu léttari og er talin með skemmti- legri kvikmyndum Bunuels. Hún segir frá litlum dreng, sem hefur fengið spiladós að gjöf, er hefur þann eiginleika að geta búið öllum þeim bana, sem eigandinn óskar sér. Hann óskar kennslukonunni dauða, og hún verður fyrir slysaskoti í götuóeirðum. Þessi atburður hvílir á honum einsog mara, og hann losnar ekki úr „álögunum" fyrr en á fullorð- insaldri, kvæntur maður, þegar hann loks áræðir að henda spiladósinni í sjóinn. Eftir að hafa stjórnað einni kvikmynd í Frakk- landi, snýr Bunuel aftur til Mexfkó og gerir La Mort en ce Jardin um flótta fimm manna gegnum frumskóg í Suður-Ameríku. Þetta var 1956 og tveim árum síðar kom N az- ar in. En áður en ég vík að Nazarin, langar mig til að minnast örlítið á tvær kvikmyndir, sem Bunuel gerði seinna. La Fiérre monte á E1 Pao er sakamálamynd með Gérard Philipe í aðalhlutverki. The Young One er mynd um 15 ára gamla stúlku, sem er flekuð af óprúttnum náunga, er síðar fær ofsalegt sam- vizkubit, ekki sízt, þegar prestur nokkur kem- ur til sögunnar. En kvikmyndin snertir einnig kynþáttamismuninn, þar sem negri er saklaus dæmdur a£ tveimur hvítum meðbræðrum. „Maður fer ósjálfrátt að hugleiða, eftir að hafa séð þessa mynd, hvað Bunuel gæti gert úr Lolitu, ef hann fengi tækifæri til þess,“ skrifaði brezki gagnrýnandinn John Russell Taylor. Nazarin er saga um uppgjafa prest, sem lifir samkvæmt boðskap kirkjunnar og reynir statt og stöðugt að umbæta mannfélagið. En „laun heimsins eru vanþakklæti“, og prestur, sem ekki þekkir heiminn í sinni réttu mynd, mætir hvarvetna almennu ranglæti og er að lokum hnepptur í fangelsi fyrir engar sakir. í þessari kvikmynd sýnir Bunuel fram á, að dýrlingurinn og glæpamaðurinn séu báðir BIRTINGUR 13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.