Birtingur - 01.12.1967, Page 24

Birtingur - 01.12.1967, Page 24
 Háþrykk Við háþrykk er farið þveröfugt að: yfirborð plötunnar er þakið þrykklit, en niðurskornir fletir verða eftir hreinir. Dæmi: Tré- og línóleumskurður. Planþrykli Planþrykk er að því leyti frábrugðið ofan- nefndum aðferðum, að allir fletir þrykkplöt- unnar — þ. e. ábornir sem óábornir fletir — liggja í sömu hæð, sama plani. Dæmi: Litografi. I. DJÚPÞRYKK (KOPARGRAFÍK) Kopargrafík er samheiti á allri grafík, þar sem djúpþrykki er beitt og grunnefniviðurinn er koparplata. Þurrnál Eina verkfærið er hvöss nál, sem myndin er rist með í gljáfægt yfirborð koparplötu. Þá er platan fullbúin undir þrykk. Þurrnálsristan virðist mjög einföld, en krefst næmrar tilfinningar og handleikni. Koþarstunga Myndin er rist beint í plötuna með hvössu stáljárni, svokölluðu „sticke”. Sams konar ristujárn er einnig notað við endaskurð af tré. Línurnar verða mjög hreinar og fínlegar. DJtfPÞRYKK: 22 BIRTINGUR

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.