Birtingur - 01.12.1967, Page 25
Sýrubrennsla (etsning)
Yfirborð plötunnar er þakið sérstökum
grunni, sem sýran vinnur ekki á. Því næst er
þessi grunnur leystur með nál eða á annan
hátt frá plötunni, þar sem sýran á að grafa
sig niður í málminn. Misdökkar línur fást
síðan eftir því, hve platan er látin liggja lengi
í sýrubaðinu.
Oft heyrast þurrnálsrista og koparstunga
kallaðar etsning, en það er mjög villandi,
eins og menn geta séð við samanburð á að-
ferðunum, sem lýst er hér að framan.
Akvatint
Akvatint er aðferð til að fá fram mismunandi
tóna. í staðinn fyrir línur sýrubrennast heilir
fletir eða réttara sagt smáflekkir, sem fyrir
auganu renna saman í heilan tónaðan flöt.
Á plötuyfirborðið er stráð harts- eða asfalt-
dufti. Hin hliðin á plötunni er hituð varlega
með eldi, þangað til duftið bræðist fast án þess
að fljóta saman og alþekja flötinn. Svo er
nefnilega til ætlazt, að sýran grafi sig niður
á milli fastbræddra duftkornanna. Þegar
myndin hefur verið þrykkt, standa svo hinir
hvítu flekkir sér, sem duftið hefur hlíft við
sýrunni. í mjög fíngerðri akvatint eru þeir
tæplega sýnilegir mannlegu auga, í grófari
akvatint geta þeir orðið yfir millim. að stærð.
Sykur-akvatint er afbrigði þessarar aðferðar.
II. HÁÞRYKK
T réskurður
Þrykkplatan eða stokkurinn er venjulega lang-
sneiddur tréflötur, sem myndin er teiknuð á.
Með ýmiss konar hnífum og járnum er mynd-
in skorin út. Fyrr á öldum lét listamaðurinn
sér nægja að teikna myndina á stokkinn, fékk
síðan færa handverksmenn til að skera hana
út og þrykkja. Nútíma listamenn vilja gjarn-
an, að eiginleikar trésins séu ríkari þáttur í
myndsköpuninni en áður var, og skera því
oftast mjög frjálslega.
Vinnuteikningin þarf ekki að vera því til
neinnar hindrunar, að innblástur eða aðvíf-
andi hugmyndir, sem listamaðurinn fær með-
an á verkinu stendur, komist til skila í mynd-
inni.
T réstunga
Tréstunga byggist á sömu aðferð og tréskurð-
ur nerna í stað langtrés er notaður þverskor-
inn stokkur (endatré) og helzt úr einhverjum
harðgerðum viði. í vel slípaðan flötinn er hægt
að rista mjög fínar línur. Til þess notar lista-
maðurinn sams konar verkfæri og við kopar-
stungu.
Linóleumskurður
Línóleumskurður er ekki verulega frábrugð-
inn tréskurði að öðru leyti en því, að í stað
BIRTINGUR
23