Birtingur - 01.12.1967, Page 30

Birtingur - 01.12.1967, Page 30
£g álít, að tækni sé persónuleg, bundin stað og tíma og að hvert listaverk þarfnist sinnar eigin tækni, sem er samofin því og engu öðru. En þegar sagt er um einhvern listamann, að hann hafi mikla tækni, þá merkir það aðeins frá mínum bæjardyrum séð, að hann hafi ekki nógu mikla tækni, aðeins „svokallaða tækni“. Tækni er enginn tilgangur í sjálfu sér og full- komin tækni afmáir sjálfa sig. Þegar við stönd- um fyrir framan píslarmyndir E1 Grecos, eða heyrum h-moll messu Bachs, hvað varðar okk- ur þá um tækni? Við spyrjum ekki að því, hvort verkið sé vel eða illa gert. Þeir, sem ekki hafa upplifað þetta sjálfir, skilja kannski ekki hvað ég er að fara. Mér finnst að tækni, form og innihald sé eins konar heilög þrenning í listaverki — þrenning, sem er þríein, sjálf- stæðir partar þess en þó eitt og hið sama. Og kannski nægir ekki tæknin ein (það sem ég kalla tækni), heppnin þarf að vera með til þess að skapa listaverk. Heppni er afleiðing þúsunda af hagstæðum smáatvikum. Lista- menn tala gjarnan um að þeim hafi heppnazt eitthvað eða misheppnazt, og ég held, að heppnin — þetta hugtak, sem er svo erfitt að skilgreina til hlítar — sé stærri þáttur í list- sköpun en margan grunar. Listaverk eða tilraun til listaverks er árangur af tækni, heppni og ýmsu fleira. Þar á meðal sannfæringu. Allir listamenn trúa á verk sín, annars hefðu þau orðið eldinum að bráð og enginn litið þau augum nema höfundurinn. Auðvitað er enginn listamaður fullkomlega ánægður með verk sitt, aðeins ánægður eftir atvikum, og næsta verk á að verða betra. Kannski sér listamaðurinn um seinan ef hann hefur gert mistök, en það gerir ekkert til, því menn læra oft mest á sínum eigin mistökum. Mér finnst erfitt að fella dóm um listaverk. Er hægt að áfellast mann sem segir: Hér stend ég af því ég get ekki annað? 28 BIRTINGUR

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.