Birtingur - 01.12.1967, Qupperneq 54

Birtingur - 01.12.1967, Qupperneq 54
leggjendur nú á tímum virðast kappkosta að ná svipmóti og myndrænum sérkennum for- tíðarinnar í stað þess að leita að þeim óhlut- bundnu skipulagsreglum, er borgir fortíðar- innar höfðu, en finnast ekki enn sem komið er í hugmyndum nútímamanna um borgir. Þess- um skipuleggjendum heppnast ekki að gera borgina lifandi vegna þess, að þeir apa aðeins eftir ytra borði hins gamla, en hið innra eðli, er liggur því til grundvallar, tekst þeim ekki að uppgötva. í hverju er innra eðlið fólgið, skipulagsregl- an, er skilur milli tilbúinnar borgar og nátt- úrlegrar borgar? Það mun hafa legið ljóst fyrir allt frá fyrstu setningu minni í hverju ég tel skipulagsregluna vera fólgna. Ég tel, að náttúrleg borg hafi sama fyrirkomulag og hálf-net. Skipuleggjum við borg í heild, ger- um við hana að tré. Tré og hálf-net Bæði tréð og hálf-netið eru leiðir til að skynja, hvernig mikið safn af mörgum smáum kerf- um verður að stóru og flóknu kerfi. Almennt sagt: bæði nöfnin eiga við samsetningu hópa. Til að geta skilgreint slíkar samsetningar, mun ég fyrst skilgreina hvað hópur er. Hópur er samansafn af frumhlutum, sem okkur finnst einhvern veginn eiga saman. Úr því að við sem skipuleggjendur höfum aðallega áhuga á lifandi borgum og grundvelli þeirra, takmörk- um við okkur eðlilega við að athuga hópa, sem eru safn jarðbundinna frumhluta eins og til dæmis fólk, grasstrá, bifreiðir, múr- steina, mólekúl, hús, garða, vatnsleiðslur, vatnsmólekúlin, sem um þær fara o.s.frv. Þegar frumhlutar hóps eiga saman vegna þess, að þeir geta unnið saman á einhvern hátt, köllum við hóp frumhlutanna kerfi. Hér er dæmi: í Berkeley á horni gatnanna Hearst og Euclid er blaðaverzlun og fyrir ut- an hana umferðarljós. í inngangi blaðaverzl- unarinnar er blaðagrind, þar sem dagblöðin eru til sýnis. Þegar rautt ljós er, stendur fólk- ið, sem bíður eftir að komast yfir götuna, annars hugar á horninu; og úr því að það hefur ekkert annað að gera, skoðar það blöðin á grindinni, er sjást þaðan, sem það stendur. Sumir lesa aðeins fyrirsagnirnar, aðrir hins vegar kaupa dagblað meðan þeir bíða. Þetta gerir blaðagrindina og umferðarljósin háð hvort öðru; blaðagrindin, dagblöðin á henni, peningarnir, sem færast úr vösum fólksins yfir í peningakassann, fólkið, sem stanzar við umferðarljósin og les blöðin, um- ferðarljósin, rafstraumurinn, sem stjórnar ljós- unum og gangstéttin, sem fólkið gengur á, allt þetta myndar kerfi — það vinnur allt saman. Af sjónarhóli skipuleggjandans er óbreytan- 52 BIRTINGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.