Húsfreyjan - 01.04.1961, Qupperneq 4

Húsfreyjan - 01.04.1961, Qupperneq 4
Heimsókn ó fœðingarheimili Seint í vetur fór ég í heimsókn til ung- frú Huldu Jensdóttur, forstöðukonu fæð- ingarheimilis Reykjavíkurbæjar við Ei- ríksgötu, til þess að eiga við hana sam- tal fyrir Tímann. Notaði ég þá tækifærið og spjallaði við hana um fleira en það, sem féll innan ramma blaðagreinar, með það fyrir augum að fá að birta það í Hús- freyjunni. Á þessu fæðingarheimili eru 22 legurúm og 3 fæðingarrúm af sérstakri gerð, sem ungfrú Hulda segir að hafi reynzt mjög vel í alla staði. Allt er þarna hýrlegt og snyrtilegt með afbrigðum og húsnæði vel hagnýtt. Starfslið segir forstöðukonan að sé einkar samstarfsþýtt og vel verki far- ið. Undanfarin ár hefur víða verið rætt og ritað um það, að eftir að myglulyfin komu til sögunnar, hafi sýklar, sem erfitt er að sigrast á, gert víða vart við sig á fæð- ingarstofnunum. Hver er yðar reynsla í viðureigninni við þá? spyr ég. Enn sem komið er höfum við ekki þurft að berjast við neitt slíkt. En sýklar koma allsstaðar á stjá, þar sem börn fæðast, án þess að um sóðaskap sé að ræða. En hrein- læti, ekki sízt frá móðurinnar hendi, er jú það, sem bezt heldur þeim niðri, eða gerir þá óvíga. Einhvers staðar las ég, að í Svíþjóð væru konur hvattar tO þess að fæða börn sín fremur í heimahúsum en á fæðingar- stofnunum. Hver er yðar skoðun? Um þetta eru ekki allir sammála. Sjálf er ég því mjög hlynnt þar sem aðstæður leyfa. Með því meina ég fyrst og fremst Yfirljósmóðir og aðstoðarljósmóðir að nóg hjálp fáist og friður, svo að konan geti hvílst vel, en á slíku er sjaldnast völ hér. Hvað segið þér um brjóstameinin, sem svo oft er minnst á? Mér virðist, að þar sem ég þekki til erlendis, séu þau ekki eins tíð og hér hjá okkur. Aðalástæðan fyrir brjósta- meinum virðist mér vera óaðgætni og þekkingarskortur á heppilegri meðferð brjóstanna. Hvað er það, sem barnshafandi konur eiga fyrst og fremst að hafa hugfast um meðferð brjóstanna? Til dæmist ætti á meðgöngutíma og eftir fæðingu að nota góð brjóstahöld, svo að brjóstin tapi ekki lagi sínu. Á seinni hluta meðgöngutímans ætti að styrkja geirvörturnar og á þann hátt búa þær undir það, sem bíður þeirra, þegar bam- ið fer að sjúga. Svo ætti að láta barnið sjúga örstutta stund til að byrja með, og smá lengja tímann. Þannig á að venja 4 Húsfreyjan

x

Húsfreyjan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.