Húsfreyjan - 01.04.1961, Síða 6
Óli Valur Hansson:
Skrúðgarðar
I greinarkornum þeim um skrúðgarða,
er birtzt hafa í „Húsfreyjunni" á sl. ári,
hefir lítið sem ekkert verið minnst á
plöntuval né hirðingu og viðhald garða-
gróðurs. Nær fullvíst má telja að hús-
mæður óska einhverra upplýsinga um
þessi atriði, og vil ég því í efti.rfarandi
grein, leitast við að gera efnum þessum
nokkur skil. Er þó hvorki hægt að búast
við að upplýsingar mínar verði algjörar
né tæmandi, þar eð aðeins er kleyft að
stikla á stóru.
Hér á landi er fátt um bækur er fjalla
um skrúðgarðagróður, og því fljótgert að
telja upp þær, sem völ er á, en þær eru:
BJARKIR eftir Einar Helgason, SKRtíÐ-
GARÐAR eftir Jón Rögnvaldsson og
GARÐAGRÓÐUR eftir Ingimar Óskars-
son og Ingólf Davíðsson. I bókum þessum
má finna margar góðar ábendingar um
gróður og meðferð hans, og eru þær því
ómissandi fyrir sérhverja þá húsmóður er
áhuga hefur fyrir skrúðgarðastörfum.
Ennfremur má benda á, að árlega birtast
greinar, um einn eða annan þátt skrúð-
garðastarfsins í garðyrkjuritinu, er Garð-
yrkjufélag Islands gefur út — og fæst
það í flestum bókaverzlunum.
1. FJÖLÆRAR PLÖNTUR:
I bókinni Garðagróður eru taldar upp
nokkur hundruð tegundir fjölærra
plantna, sem fundist hafa í görðum hér
á landi. Úrval gróðrarstöðvanna mun þó
fjarri því að vera svo stórt. Að undan
skildum 2—3 gróðurstöðvum við Reykja-
vík, er víðast hvar mjög fáskrúðugt um
plöntur. Samt bætist þó sums staðar eitt-
hvað nýtt við á hverju ári, og verður þess
væntanlega ekki langt að bíða unz hvar-
vetna verður úr nógu að velja.
Fjölærar plöntur eiga skilið langtum
almennari útbreiðslu en þær hafa hlotið
til þessa, bæði í einkagörðum og almenn-
ingsgörðum. Er það hvorutveggja vegna
þess, að margar þeirra eru afar harðgerð-
ar og geta staðið á sama stað í lengri
tíma, og eins að þær krefjast tiltölulega
takmarkaðrar umhirðu. Með réttu vali
á tegundum má hafa fjölærar plöntur í
blóma frá því snemma að vori, og langt
fram á haust. Fjölærar plöntur má nota
á margvíslegan hátt í garðinum. Ýmist
eru þær notaðar til að klæða með stein-
beð, settar í venjulegt beð, sem hafa má
mismunandi að lögun, eða þær eru hafðar
í þyrpingu innan um eða framan til við
lágvaxna runna. Ennfremur má koma
þeim fyrir í röðum framan undan trjá-
gróðri, ef það samrýmist þeim aðstæðum,
sem fyrir hendi eru. Einstaka stórvaxnar
tegundir geta og notið sín vel, sem stak-
stæðar — eða 2—3 saman —■ við jaðar
grasflata, eins og t. d. skrautrabarbari,
risahvönn, jötunjurt og gýgjarkollur.
Af plöntum, sem heppilegar eru fyrir
steinbeð, má sérstaklega mæla með eftir-
farandi, en flestar ættu þær að vera ör-
ugglega harðgerðar víðast hvar á land-
inu, þar sem nokkuð skjól er fyrir hendi.
Alpafífill: 10—15 cm, með loðin blöð og
blómaskipun, blóm gulleit.
Bjarnargras: 10—20 cm, myndar þétta
dökkgræna púða.
Blákolla: 10—25 cm, með rauðbláum
blómum, íslenzk jurt.
Blástjörnufífill: 15—20 cm, með gulum
hvirfilblómum og fjólubláum
eða hvítum jarðarblómum.
Dvergaklukka: 5—10 cm há, myndar
þéttar breiður, blá eða hvít
blóm.
6
H ií s f r ey j an