Húsfreyjan - 01.04.1961, Page 7
Garðapokablóm: 10—-12 cm, m. gul blóm,
breiðist út.
Garðasól: 20—35 cm, blómsæl jurt, blóm
í mismunandi litbrigðum.
Geldingahnappur: 12—-15 cm, myndar
þétta kolla, bleik blóm, ísl. jurt.
Geitabjalla: 15—20 cm, afar sjaldgæf, en
fögur, hefur bláleit blóm.
Hjartaklukka: 15—30 cm, afbrigði með
bláum og hvítum blómum.
Holtasóley: falleg ísl. jurt, er sómir sér
vel í steinbeði.
Jarlaspori: 30—40 cm, með rauð blóm,
afar fögur jurt.
Júliulykill: mjög lágvaxin prímulutegund
með rauðblá blóm.
Yfirleitt eru margar tegundir lykla góð-
ar steinbeðsplöntur eða í kanta t. d. Lauf-
eyjarlykill, Mörtulykill, Sifjarlykill og
Höfuðlykill. Lyklar þrífast bezt í djúpum
nokkuð rökum jarðvegi.
Músagin er mjög lágvaxin skriðul planta
með bláleit blóm.
Mura: fleirri tegundir í ýmsum litum,
eru flestar mjög harðgerðar og
auðræktaðar. Helstu tegundir:
silkimura, jarðarberjamura og
blendingsmura, verða 20—40
cm háar.
Rottueyra: myndar þéttar breiður af loðn-
um blöðum, ber hvít blóm, er
auðveld í ræktun, hæð 15—25
cm.
Steinbrjótar: flestar tegundir eru afar
léttræktaðar og blómsælar jurt-
ir. Helstu tegundir eru: Berg-
steinbrjótur, þúfusteinbrjótur,
klettafrú, mosasteinbrjótur og
skuggasteinbr j ótur.
Hnoðrar: Hér má rækta fjölmargar teg-
undir. Hnoðrar eru einhverjar
þær beztu plöntur sem völ er á
fyrir steinbeð. Fáar plöntur eru
gæddar þeim hæfileikum að
þekja eins skjótt það pláss sem
þeim er ætlað, og hnoðrar gera.
Flestar hnoðrategundir eru
mjög lágvaxnar og skriðular,
frá 5—15 cm á hæð. Þær teg-
undir sem aðallega má mæla
með, eru: helluhnoðri, klappa-
hnoðri, tindahnoðri, fjalla-
hnoðri, urðahnoðri, burnisrót,
berghnoðri, spaðahnoðri og
steinahnoðri. Allt eftir tegund-
um, bera hnoðrar gul, hvít eða
bleikrauð blóm, og eru yfirleitt
blómsælar jurtir.
Af hávaxnari fjölærum jurtum má í
fyrsta lagi benda á ýmsar algengar og
gamalreyndar tegundir eins og:
Sporasóley (vatnsberi): sem fyrir hittist
í ýmsum litbrigðum.
Lúpinur: sem einnig eru til í margvísleg-
um litum. Fegurstar eru sk.
regnbogalúpínur, en þær eru
jafnframt mjög viðkvæmar í
ræktun; þola t. d. illa mikinn
raka og umhleypingasamt veð-
urfar.
Venusvagn: er algengastur í bláum lit,
en fyrír hittist einnig í öðrum
litbrigðum, t. d. gult.
Silfurhnappur: þrifst hvar sem er, en á
það til að breiðast út og verða
vandræðajurt. Má nokkuð fyr-
irbyggja útbreiðslu hans, svo og
annarra plantna, er hafa svip-
aða tilhneigingu, með því að
grafa botnlausa fötu niður í
kring um plönturnar.
Biskupsbrá: er nokkuð algengt körfu-
blóm með rauðum og bleikum
blómum. Verður um 50—60 cm
á hæð.
Riddaraspori: Finnst i fleiri afbrigðum,
er verða yfirleitt hávaxin og
gróskumikil. Litir aðallega bláir
og hvítir.
Doronicum eða gemsufífill: Gul blóm.
blómgast mjög snemma vors.
Fjallakornblóm: er afar auðvelt í fjölgun
og ræktun, en getur orðið erfitt
í görðum innan um annan gróð-
ur. Er til í bláum, rauðum og
hvítum lit.
Jakobsstigi: er til í bláum og hvitum lit.
Húsfrcyjan
7