Húsfreyjan - 01.04.1961, Blaðsíða 11

Húsfreyjan - 01.04.1961, Blaðsíða 11
brugðið mjög fljótlega við og breytt lögum sínum samkvæmt þessum til- lögum, því að engin einasta rödd hafði kvatt sér hljóðs til þess að and- mæla samræmingunni, hvorki á lands- þingum né formannafundum, en fjarri fer, að sú hafi orðið reyndin á. Stjórn K. í. fól félagsmálanefndinni að ann- ast um innköllun á endursömdum lög- um og reyndi nefndin að hvetja sam- böndin til þess að draga þetta ekki úr hófi fram. Þrátt fyrir þetta er ekki enn á því herrans ári 1961 komin full- gild endurbót á meira en 12—13 sam- bandslög af 18, en sér nú vonandi inn- an skamms fyrir endann á þessu starfi. Landsþing 1959 vænti þess, að end- urskoðun þessari yrði þá og þegar lok- ið og samþykkt því eftirfarandi tillögu, er kom frá laga- og skipulagsmála- nefnd þingsins: 13. landsþing K. I. telur æskilegt, að lög allra kvenfélaga verði samræmd í höfuðatriðum án þess þó að gengið sé inn á sérsvið hvers einstaks félags, — og leggur því til, að kosin sé þriggja kvenna nefnd, er vinni að þessu máli og leggi fram tillögur á formannafundi 1960. Samkvæmt tillögu þessari tók félags- málanefndin saman nokkur atriði til samræmingar á lögum kvenfélaga og lagði fyrir formannafundinn, en for- mannafundurinn gerði enga samþykki í málinu. Þrátt fyrir það munu verða lagðar fyrir næsta þing samsæming- artillögur frá nefndinni til endan- legrar afgreiðslu. Nefndin mun ekki fara fram á víðtæka samræmingu í þeim tillögum, sem hún leggur fram. Mun hún aðeins leggja til, að tvö fyrstu atriðin, er hún tók fram í tillögum sínum viðvíkjandi sambandslögunum, verði líka tekin til greina í lögum hvers félags til þess að minna hvert einstakt félag á, að það er einn hluti af stærri heildum, fyrst og fremst eitt af fleiri, er mynda hlutaðeigandi héraðssam- band, í öðru lagi þátttakandi í K. f. og í þriðja lagi einnig þátttakandi í Húsmæðrasambandi Norðurlanda. Um leið og á þetta er minnt í lögum hvers einstaks félags, verða þau að gera sér ljóst, að sem þátttakandi í þessum stærri samtökum, verða þau að við- urkenna aðaltilgang sambandanna með annarri lagagrein um tilgang félags- ins. Án þess getur hvert einstakt fé- lag varla vænst þess að geta verið þátt- takandi í samtökum, sem hafa alveg sérstakt starfssvið. Þótt tillögur þess- ar verði nú lagðar fyrir landsþingið, þá sker þingið sjálft úr um það, hvort það tekur aftur sínar fyrri samþykkt- ir um samræmingu á lögum félaganna eða er enn sama sinnis og árið 1959, að viss samræming þurfi að vera fyrir hendi. Hér er um þetta rætt í þvi skyni að fulltrúar, sem landsþingið sækja, hafi áður en þeir koma á þingið gert sér ljóst, hvort þeir fylgja því að sam- ræma lög allra kvenfélaga innan K. f. í vissum atriðum eða þeir álíta heilla- vænlegra, að láta allt vera við það, sem nú er, í löggjöf hvers einstaks fé- lags. Ef sú stefna skyldi verða ofan á, sem raun varð á með lög héraðasam- bandanna, að samræma beri lögin, þá þarf bæði þingfulltrúum og öðrum að vera það ljóst, að sú samræming verð- ur að komast í framkvæmd og það á skemmri tíma en 4—5 árum. Annað sæmir ekki. Ef K. f. á að verða þess megnugt að vinna öfluglega að stefnu- skrármálum sínum, verður hvert hér- aðssamband, hvert einstakt félag inn- an samtakanna að sýna í verki, að það virði og haldi þær samþykktir, sem landsþing gerir. Að öðrum kosti má vænta þess, að Alþingi og ríkistjórn taki ekki mikið tillit til þess, sem á landsþingum verður samþykkt. Húsfreyjan 11

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.