Húsfreyjan - 01.04.1961, Síða 12

Húsfreyjan - 01.04.1961, Síða 12
Norrœna bréfið 10. marz 1961 „Samskipti manna“ var það efni, sem hið ágæta þing norrænna húsmæðra í Visby síðastliðið sumar, fjallaði um. Um það efni verður aldrei fjallað til hlýtar, það heldur áfram að leita á huganri, í því eru fólgin mörg okkar alvarlegustu vandamál. Hvernig má okkur takast að koma á því samstarfi milli sundraðra þjóða heims, sem er svo nauðsynlegt? I dag virðist það vonlaust, en þó er óend- anlega mikilvægt fyrir okkur að það tak- ist, ef friður á að ríkja í framtíðinni. Sú friðarbraut, sem vörðuð var fyrir tæpum tvö þúsund árum, hefur verið þyrnum stráð og lokamarkið virðist engu nær nú en þá. Sé skyggnzt um í heimin- um í dag, ber víða dökka skugga á. Við sjáum sveltandi manngrúa og óttaslegna flóttamenn, nýjar þjóðir, sem engjast í fæðingarhríðum, menn vera ofsótta og undirokaða vegna kynþáttar síns. Er það ekki harmsaga, að margir hin- ir vísindalegu landvinningar vorra daga hafa, í stað þess að veita okkur öryggi og fögnuð, fyllt okkur ótta og ugg um framtíðinna? Þrátt fyrir alvarlegar aðvar- anir vísindamanna er hin mikla tækni- þróun ekki einungis hagnýtt í þjónustu friðarins. Við höfum kynnst þeim beiska sannleika, að þessi náttúruöfl má einnig beizla til að tortíma verðmætum, sem skapast hafa á mörgum öldum. Þó má eygja ljós í myrkrinu, ef menn vilja. Síðan seinni heimsstyrjöldinni lauk höfum við getað fagnað auknum skiln- ingi og samúð með þjóðum og löndum, sem verr eru sett en við sjálf. Samtök húsmæðra hafa af alhug tileinkað sér hugsjónina, sem mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna er reist á og sú hug- sjón nálgast raunveruleikann æ meir í hugum okkar. Við skulum fagna þvi starfi, sem innt er af höndum í sambandi við ,,flóttamannaárið“, við hljótum að telja það tákn þess, að þjóðir heims finni til vaxandi samábyrgðar. Meðal velmeg- andi þjóða hefur ábyrgðartilfinningin aukizt gagnvart þeim, sem búa við óblíð kjör, vanþekkingu, þvingun og fátækt.. Þrátt fyrir það, að við óskum þess stundum að geta skotið okkur undan á- byrgðinni, sem á okkur hvílir, sem borg- urum nútímaþjóðfélags, þá vitum við með sjálfum okkur, að það er ekki hægt. Jafnskjótt og við viðurkennum það, rís spumingin: Hvað getum við sem ein- staklingar gert til þess að hamla að minnsta kosti gegn þróun, sem leiðir til styrjalda, ógæfu og tortímingar? Hvernig geta hinar fámennu norrænu þjóðir lagt sitt af mörkum? Við getum ekki hlaupið í felur, hin furðulega og síaukna tækni fréttaburðar nútímans sér um það.. Ef við eigum að geta gefið jákvætt svar við þessari grundvallarspurningu, verðum við að grandskoða hið norræna lýðræði eins og það er í dag. Og þá ber okkur fyrst að spyrja sjálf okkur: Er gagnrýni okkar vakandi í öllu því, sem saurgað getur lýðræðið? Reynum við að kæfa í fæðing- unni allar tilhneigingar til einræðisbrölts, sem láta á sér bæra? Metum við nægilega það frelsi, sem við lofsyngjum? Finnum við hvaða ábyrgð fylgir því, að geta ó- hindrað rætt um þær hættur, sem ógna meðbræðrum okkar og sjálfum okkur? Hljómar rödd okkar snjallt og einarðlega á alþjóðavettvangi. Reynum við til dæmis að halda mannréttindayfirlýsinguna í heiðri? 12 Uúsfreyjan

x

Húsfreyjan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.