Húsfreyjan - 01.04.1961, Page 14

Húsfreyjan - 01.04.1961, Page 14
Sænsk leikíimi á skrifstofum * iiftir Carul Marlin (Þó að talað sé um leikfimisæfingar á skrifstofum í þessari grein, er ekki síður ástæða til að iðka þær í heimahúsum, því alkunna er að heimilisstörf veita ekki alltaf þá hreyfingu, sem æskileg er fyrir líkamann.) Nú er sænsk leikfimi ekki lengur jafn alþekkt og hún var fyrir tveimur eða þremur áratugum, þegar svo að segja hver maður teygði vöðvana eftir hennar fyrirmælum. Enn eru þó sænskir íþróttaflokkar á ferð um heiminn og sýna ágæti þess leik- fimiskerfis, sem Henrik Ling mótaði, en eins og verða vill, þá hefur áhugi hins al- menna borgara dofnað fyrir þessari hreyf- ingu, sem krafðist þess, að hann byrjaði dag hvern með líkamsæfingum og hengdi leikfimistæki í baðherbergisloftið. Þó að leikfimin ráði ekki lengur ríkjum á heimilunum, þá er hún tekin að hasla sér völl á vinnustöðunum. Mörg sænsk stórfyrirtæki eru farin að gefa starfsliði sínu tíu mínútna frí daglega til þess að iðka einfaldar afslöppunaræfingar. Þetta hlé er gefið til þess að auka lík- amlega vellíðan fólksins, sem aftur birtist í auknum vinnuafköstum, forða fólkinu frá ofþreytu vegna einhæfra hreyfinga. Á stríðsárunum síðustu, var þessi ný- breytni tekin upp hjá skrifstofufólki Aat- vidabergs verksmiðjanna í Svíþjóð, en þær eru meðal stærstu véla- og húsgagna- framleiðenda þar í landi. Síðustu áratugi hefur verið lögð aukin áherzla á vellíðan fólks á vinnustöðum, m.a. lögð meiri rækt við húsbúnað, lýs- ingu, loftræstingu og litaval, og í Sví- þjóð hafa farið fram vxsindalegar rann- sóknir á þeirri áreynslu, sem fylgir hvers- konar skrifstofuvinnu. Fundin hefur ver- ið upp vél, sem mælir þá orku, sem hin- ar ýmsu hreyfingar við skrifstofustörf út- 14 Húsfreyjan

x

Húsfreyjan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.